3. apríl 2005  #
Fullir fimm? Nei, ekki alveg...
Suma daga er maður ekki alveg með fúlle fem - er eiginlega frekar bara með svona tvo, þrjá...
Keypti nýjan klósettbursta í Bónus í gær. Keypti líka fullt af mat og var í lengri tíma að ganga frá öllu í eldhúsinu. Rak svo allt í einu auga í Bónuspoka sem var hálftómur, það var bara einn klósettbursti í honum. Heilinn tilkynnti mér að ég væri búin að setja nýja burstann fram og þetta væri sá gamli, tilbúinn að fljúga niður ruslalúguna. Svo að ég henti meira drasli með í pokann, batt fyrir og henti öllu saman niður ruslalúguna. Nú í morgun lít ég á klósettburstann við hliðina á klósettinu, og viti menn... það er auðvitað sá gamli! Sá nýi liggur á kafi í alls kyns ókræsilegu drasli frá 8 íbúðum niðri í ruslageymslu. Hef ekki lyst á að grafa eftir honum.
Sem betur fer kostaði hann bara 489 kr.
En samt...

Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
4. apríl 2005 13:10:34
Stundum er maður bara utan við sig!
Eins gott að þetta var ekki eins klósettbursti og systir vinkonum minnar fjárfesti í um daginn. Sá kostaði litlar 10 þúsund krónur. Hann var reyndar ekki keyptur í Bónus.
Þetta lagði Anna í belginn
4. apríl 2005 18:20:12
Gullbursti?
Úff, ég vissi nú ekki einu sinni að það væri hægt að fá klósettbursta á 10 þúsund krónur. Er hann kannski úr gulli? Nei, ég held mig nú bara við þessa sem kosta um 500 kallinn ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
5. apríl 2005 17:30:30
Týpískt hmmm...?
Hahahaha ég verð nú að segja að mér finnst þetta nú vera soldið svona týpískt Sigurrósar atriði hehe ;) Ég get þó ekki verið að gera mikið grín eftir emeil ruglið í mér :/
Þetta lagði Theó í belginn
5. apríl 2005 20:02:07
Já, ég tek nefnilega undir það að þetta hafi verið týpískt Sigurrósaratriði ;) Ég get verið mjög lagin við svona lagað ;) hehe
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum