28. júlí 2005  #
Augun mín og augun þín, en þó aðallega mín!
Það er búið að skamma mig svolítið fyrir að blogga ekki meira hérna - en ég er nú búin að vera aðeins duglegri á brúðkaupsblogginu.

Við erum búin að útbúa myndaalbúm fyrir allar myndir tengdar brúðkaupinu og áhugasamir eru velkomnir þangað að skoða.

Af öðru, þá átti ég tíma hjá augnlækni í dag. Einn daginn úti í Frakklandi rann stanslaust úr vinstra auganu mínu og þegar ég fór að skoða nánar þá sá ég að það var einhvers konar blaðra í ytri augnkróknum. Ég fékk auðvitað tilfelli og ímyndaði mér allt hið versta - var viss um að nú þyrfti ég að fara í aðgerð eða eitthvað þaðan af verra.

Ég er ekki hrifin af því að fara til augnlæknis og var mikið að spá í það í dag að afpanta bara og nota tímann frekar til að gá hvort tannlæknirinn minn væri ekki bara til í að rótarfylla fyrir mig tönn. Nei, ég segi nú bara svona...

En ég veit þið trúið því ekki (eða kannski trúið þið því einmitt ;)) að ég hoppaði næstum hæð mína í loft upp þegar augnlæknirinn tilkynnti mér, eftir að hafa togað augnlokin á mér til og frá með eyrnapinna þar sem ég sat stjörf af skelfingu, að þetta væri nú bara einhver vatnsfyllt blaðra sem myndi hverfa af sjálfu sér, kannski á morgun, kannski eftir hálfan mánuð. Hann sagðist geta stungið á hana ef ég vildi til að ég losnaði fyrr við hana, en ég var mjöööög fljót að afþakka það.

Var svo kát og hamingjusöm þegar ég kom út að mig langaði mest að stoppa alla sem ég mætti á leiðinni til að segja þeim hvað ég hefði verið obboslega dugleg hjá augnlækninum ;)

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
3. ágúst 2005 12:01:23
Verð bara að hrósa fyrir flottar myndir úr brúðkaupinu og þú Sigurrós ekkert smá dugleg....alltaf með opin augu. TAkk fyrir frábæran dag.
kv
Helga Sigrún
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum