4. ágúst 2005  #
Fréttatilkynning um hátíðarhöld helgarinnar
Lögreglan telur hátíðarhöld um verslunarmannahelgina almennt hafa gengið vel fyrir sig. Þó er fjölskylduhátíðin "Sælukot 2005" almennt talin hafa borið af.

Jón Jónsson lögreglustjóri segist aldrei hafa þurft að skipta sér af gestum hátíðarinnar.

"Þetta er furðulegt fólk upp til hópa, en þau virðast alltaf skemmta sér vel saman án þess að til nokkurra vandræða komi," sagði Jón og brosti. "Mig hefur alltaf langað til að lauma mér inn í fjörið til þeirra en ég vil fyrst læra að spila Megasarlögin á banjóið mitt svo ég geti tekið þátt í hópsöngnum af einhverju viti."

Hátíðargestir beittu enn á ný hinum undarlega galdri sem kenndur er við fimm fíla í Volkswagen. 28 manns snæddu kvöldverð inni í samkomuhúsinu og þegar kvöldvakan stóð sem hæst voru yfir 30 manns staddir inni við söng og gleði. Sælukot hefur verið stækkað frá því árið áður en samt eru eðlisfræðingar enn jafnundrandi á því hvernig fjölskyldunni tekst að yfirfylla húsið gjörsamlega á hverju ári án þess að nokkur troðist undir.

Eftir miðnætti var kveikt í hátíðarbrennunni úti á túni. Eldur logaði glatt og brustu hátíðargestir fljótlega í söng. Þrír hrossagaukar og einn spói flugu skelfingu lostnir á brott, en talið er þó að þeir hafi frekar verið að flýja sönginn en eldinn. Þeir svöruðu ekki símtölum blaðamanns í dag svo að þetta hefur ekki fengist staðfest.

Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
5. ágúst 2005 10:00:17
takk fyrir síðast
alltaf er jafn mikið stuð hjá okkur
Þetta lagði unnsteinn í belginn
10. ágúst 2005 09:50:10
Glæsilegt!
Þetta hefur BARA verið gaman! :)
Þetta lagði Anna Sigga í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum