14. janúar 2006  #
Annar bloggleikur

Það eru greinilega alls kyns leikir í gangi meðal bloggara og þar sem mér finnst svo gaman að leika mér þá tek ég auðvitað þátt! Lenti á þessum leik á blogginu hennar Helgu Sigrúnar. Endilega svarið eftirfarandi spurningum ef þið þorið. Sumar eru pínu skrýtnar en þið megið líka skila auðu ;)

1. Hver ertu?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu af hverju þú valdir það?
7. Lýstu mér í einu orði?
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Líst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér
eitthvað, hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkir þú mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað að segja mér eitthvað en ekki getað sagt það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
14. janúar 2006 20:09:02
jibbý :)
1. Helga Sigrún
2. Já og sko líka nágrannar .O)
3. Í fyrsta bekkjartíma í KHÍ það er í D.bekknum eilífða
4. Jebb...I like you a lot :)
5. Alltaf til í knúsukoss á kinn
6. Monsa af því að þú ert algjör dúlla
7. Glöð...ávallt glöð
8. Mjög vel....enda hópuðumst við saman í fyrsta vettvangsnáminu en þar unnu við helling saman og unnum saman verkefni öll árin í KHÍ
9. Já og enn betur...enda komin í blokkina til mín :O)
10. Smjattpattar og aðrir gamlir teiknimyndasnillingar
11. Eitthvað tengt gömlum teiknimyndafígúrum....t.d. Prúðuleikararnir
12. Mjög vel
13. Shjæs....alltof langt síðan enda er ég búin að vera í eyjum hrúgu lengi
14. Nei það held ég ekki
15. Done
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn


Ísskápurinn seldur

Uppfært: Ísskápurinn er seldur :)

* * * * * 

Fyrsti ísskápurinn okkar miðaðist við að passa inn í litla eldhúsið okkar á Flókagötunni. Í eldhúsinu í Arnarsmáranum er hins vegar pláss fyrir stærri ísskáp. Við höfum látið litla ísskápinn okkar duga hingað til en nú langar okkur til að njóta góðs af auknu plássi og kaupa okkur stærri skáp.

Við bjóðum því tæplega 4 ára ísskápinn okkar til sölu á 10.000 kr. Þetta er Whirlpool skápur, u.þ.b. 140 cm á hæð og 50 cm á breidd. Frystihólfið er efst í honum.
Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
14. janúar 2006 18:24:38
Ísskápurinn gæti hentað okkur. Þarf samt að mæla betur plássið sem við höfum - sem er ekki mikið.

Þú getur hringt í mig í síma 5513394/8468503
Þetta lagði Ingibjörg Stefánsdóttir í belginn
16. janúar 2006 21:40:54
Stærri ísskápur?
Hvernig fer það saman stærri ísskápur og sá danski?....

Bara grín....lofaði að leggja orð í belg!
Þetta lagði Rakel í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum