2. október 2006  #
Festiwal Kultury Polskiej

Eftir brunchinn hjá Elvu á laugardeginum, kíktum við Hófí í Ráðhúsið á pólskan markað sem haldinn var í tengslum við pólska menningarhátíð sem stóð yfir um helgina. Við urðum því miður fyrir vonbrigðum því markaðurinn var einfaldlega ekki til staðar. Það eina sem við fundum var klippimyndasýningin (sem var sko sannarlega þess virði að sjá - alveg mögnuð listaverk þar á ferð!) og borð þar sem hægt var að fá óteljandi ferðabæklinga um Pólland og aðallega borgina Kraká eða Krakowa.

Í dag frétti ég svo að ef við hefðum verið u.þ.b. einum og hálfum tíma fyrr á ferðinni þá hefðum við líka getað fengið pólskar pylsur og séð börn dansa pólska þjóðdansa. En þrátt fyrir það þá finnst mér þetta nú ekki alveg uppfylla þau skilyrði að kallast markaður... Ég nennti reyndar ekki að prófa aftur í gær, sunnudag, en kannski var aðalmarkaðurinn þá?

En þetta var samt skemmtileg upplifun og pólska nemandanum mínum, sem einmitt er frá Kraká þótti heilmikið varið í alla bæklingana sem ég mætti hlaðin með í skólann í dag.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum