7. nóvember 2006  #
Ólétt bumba í sjálfsvörn

Ég skráði mig í Núið einhvern tímann í lok sumars og kýs nú samviskusamlega í einhverjum skoðanakönnunum á hverjum virkum degi. Er meira að segja búin að vinna 4 sinnum :) Fékk 2 fyrir 1 á einhverri videoleigu á Njálsgötunni, 2 fyrir 1 á Mekong, 2 fyrir 1 á Café Opera og nú í dag vann ég frían aðgang fyrir mig og vin/vinkonu í tvær vikur í Jiu Jitsu hjá Sjálfsvarnarskóla Íslands.

Ætli þeim finnist að óléttar konur eigi að vera duglegar að læra að verja sig? ;) Ég hefði nú verið miklu frekar til í að vinna 2 fyrir 1 á námskeið í meðgöngujóga, en það var víst ekkert í boði.... ;)

Þeir sem vilja eiga gjafabréfið mitt (sem gildir til 6. janúar 2007) og fara og læra Jiu Jitsu geta haft samband. Fyrstur kemur fyrstur fær! Þið kennið mér svo bara taktíkina þegar þið eruð búin með námskeiðið :)


Leggja orð í belg
7 hafa lagt orð í belg
7. nóvember 2006 21:42:04
Praktíska mamman spyr hvort ekki megi nota þetta næsta sumar eða haust. Alltaf gott að læra hvernig verja skal sjálfan sig og aðra.
Þetta lagði Mamma í belginn
7. nóvember 2006 21:50:05
Ah, en gallinn við það er að gjafabréfið gildir aðeins fram til 6. janúar 2007. Þú og Edda Garðars skellið ykkur bara á námskeiðið í staðinn og kennið mér svo taktana ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
7. nóvember 2006 23:49:38
Spurning hvort við Magga Snæ. verðum ekki bara að fara til að verja þig.....við vinnum á hættulegum vinnustað!!!!
Þetta lagði Rakel í belginn
9. nóvember 2006 14:30:48
he he... ekki alveg málið fyrir bumbulínur, en ég hefði sko þokkalega joinað þig í meðgöngujóga :)
Þetta lagði Arna í belginn
9. nóvember 2006 23:07:35
Þið Arna verðið að komast í meðgöngujóga og ég veit af reynslunni að það er mjög gaman að vera tvær saman. Ég man þegar við Helga St. skriðum örþreyttar í jógatímana á þessum árstíma árið 2002 og leyfðum Auði kennara að úða yfir okkur lavendervatni - ummm! Fæ ennþá gæsahúð af unun!
Þetta lagði Rakel í belginn
10. nóvember 2006 12:55:23
Ohhh... já tek undir þetta með Rakel. Fæ bara gæsahúð við tilhugunina:) Liggja í aflsöppun eftir erfiðan vinnudag vafinn í teppi og með fullt af púðum í kringum sig:):) Já mæli sko með því að þið farið í svona jóga. Ætli sé ekki til svona jóga fyrir þreyttar húsmæður??
Þetta lagði Helga Steinþ.. í belginn
10. nóvember 2006 14:06:26
Jæja, nú læt ég loksins verða af því að skrá mig í meðgöngujóga! En vandamálið er bara hvert maður á að fara...? Ég á 10% afsláttarmiða fyrir Hreyfiland sem er í Stangarhyl en á maður kannski frekar að fara til Auðar í Lótusjógasetrinu Borgartúni? Erfitt að ákveða...
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum