10. desember 2006  #
Ævintýri í kirkjugarði

Ég tók að mér að fara með luktirnar í kirkjugarðana þetta árið þar sem við mæðgur höfðum ekki erindi sem erfiði þegar við reyndum að fara með þær á föstudaginn.

Þar sem það rigndi í morgun og hitastigið var yfir frostmarki ákvað ég að gera fyrstu tilraun í dag. Hafði með mér hamar til að negla luktarprikin ofan í jörðina og sjóðandi heitt vatn á hitakönnu til að bræða frostklumpa úr blómavösunum. Náði á einhvern undraverðan máta að troða mér í hlífðarbuxurnar mínar, sem náði reyndar ekki nema upp að bumbu og sátu því ákaflega undarlega.

Byrjaði í Fossvogsgarðinum og þurfti reyndar ekki á heita vatninu að halda því klakaklumpurinn í vasanum var alveg bráðnaður, en hamarinn kom hins vegar að góðum notum og luktin komst á sinn stað í frosna jörðina. Reyndar fannst mér ekki alveg nógu fallegt í kringum leiðið - þarna eru svo miklar dældir að stórir og miklir pollar myndast, og starfsmenn (eða aðrir?) aka greinilega yfir grasið framhjá leiðunum á stórum og þungum vinnutækjum því þarna eru djúp og leiðinleg hjólför.

Því næst fór ég í Gufunesgarðinn en þar var jörðin ekkert minna frosin. Gallinn var hins vegar sá að ég gat ekki tekið prikið af luktinni til að negla það niður svo að luktin fór aftur með mér heim. Það voru því bara blómin og grenið sem urðu eftir þar. Um það leyti sem ég var að gefast upp við að reyna að pota luktinni niður byrjaði allsherjar haglél, þannig að ég fór bara út í bíl og var fegin að komast úr alltof þröngum hlífðarbuxunum sem ég var nú búin að ganga niður skálmarnar á í báðum kirkjugörðunum.

Þetta fór því ekki alveg allt samkvæmt áætlun. Gengur bara betur næst :) 


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
11. desember 2006 08:38:42
Hjálparstarf Sigurrósar
Þakka þér fyrir Sigurrós mín. Meira er ekki hægt að gera í bili fyrr en veðurguðirnir skapa hagstæðari skilyrði. Vonandi verður þér ekki meint af að norpa þetta í kuldanum í gær.
Ég sendi hlýjr kveðjur frá Selfossi.
Þetta lagði Mamma í belginn
11. desember 2006 18:48:15
Hmmmm... er einmitt að ganga í gegnum svona hætt að passa í ALLT tímabil núna... Svoldið spes ;)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum