17. desember 2006  #
Jólahittingur D-bekkjarins

D-bekkurinn (Kennó-saumaklúbburinn minn) var með jólahittinginn sinn í gær. Við vorum samtals 10 sem mættum á Austur Indía fjelagið um níuleytið í gær og sátum þar að snæðingi til hálftólf. Eins og vanalega var mikið skrafað og samkvæmt hefðinni fór pakkaleikurinn svo fram að máltíð lokinni - en við erum vanar að koma allar með einn pakka til að leggja í púkk og svo er dregið.

Maturinn var bragðgóður en alveg svakalega sterkur. Við vissum svo sem að það væri allt í sterkari kantinum þarna, en langaði samt að prófa. Sem betur fer kom þjónninn með nokkrar gúrkujógúrtsósur fyrir okkur til að dempa bragðið, en annars hefði örugglega kviknað í munninum á mér eftir fyrstu bitana. Svo kom okkur svolítið á óvart hvað réttirnir voru "tómlegir", en þó það fylgdu hvít hrísgrjón með þá var ekkert annað meðlæti með kjötinu. Það er reyndar hægt að panta naan-brauð, sósur eða einhver spes hrísgrjón með en grænmeti var hvergi sjáanlegt. Þó staðurinn sé mjög huggulegur og greinilega vandaður þá held ég samt að ég láti þessa heimsókn mína þangað vera þá einu.

Eftir matinn bauð Linda okkur heim til sín og þó ég ætlaði reyndar ekki að stoppa lengi (því planið var að vera svo ofsalega dugleg að jólast hérna heima í dag) þá fórum við ekki fyrr en hálfþrjú - sumar heim en aðrar á djammið. Svo er það bara spurning hvað djammskvísurnar voru lengi að tjútta í bænum ;)


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
18. desember 2006 10:54:49
Myndir??
Sorrý þetta var ég með joðið.... en hvar eru myndirnar af hittingnum fyrir okkur fjarverandi??? ég treysti alveg á þig Sigurrós ;)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
18. desember 2006 17:12:02
Og ég klikkaði - tók engar myndir! Batteríið var nefnilega ekki hlaðið og ég fattaði það of seint... :(
Þetta lagði Sigurrós í belginn
18. desember 2006 20:57:43
ohhhh ég trúi þér ekki.... það er nú alveg orðið ljóst að það er ekkert öruggt í þessum heimi!
Þetta lagði Jóhanna í belginn
19. desember 2006 09:10:04
Sigurrós mín þú hefur svo rosalega góða afsökun fyrir að "gleyma" hlutum þessa dagana, þetta er ekkert mál ;)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum