19. febrúar 2006  #
Til hamingju, Ísland!

Fékk sjokk í lok annarrar undankeppninnar þegar sagt var að meðal flytjenda í síðustu undankeppninni yrði hin alræmda Silvía Nótt. Var sko ekki par hrifin enda er hún síður en svo í uppáhaldi hjá mér.

Síðan lak lagið á netið og ég mátti auðvitað til með að hlusta, fá að heyra hryllinginn.

Og varð að viðurkenna með sjálfri mér að lagið var þrusugott.

Í gær hittist Klúbburinn síðan heima hjá mér til að fylgjast með úrslitunum og við fögnuðum öll gífurlega þegar Silvía Nótt vann. Eitthvað er Eurovision-heimurinn úti ósáttur við ákvörðun Íslendinga og telja okkur bera litla virðingu fyrir keppninni. Þeir hafa áhyggjur af að við séum að gera lítið úr keppninni með því að senda svona "druslu" út. En halló! Fylgdust þessir sömu menn ekki með keppninni í fyrra? Þar sem langflestar söngkonurnar og dansararnir voru hálfberir? Við erum alla vega ekki mikið verri.

Ég er hæstánægð með að senda Silvíu Nótt út. Ég veit svo sem ekkert hvort hún mun færa okkur sigur en það verður þó skemmtilegt að fylgjast með í maí.


Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
20. febrúar 2006 16:09:02
heyr heyr, þetta verður æðislegt. Mjög fyndið að lesa þessi komment, júrófönin við assi bliknum í samanburði við þetta lið ;)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
21. febrúar 2006 07:52:49
Ég er gjörsamlega sammála þér! Konan er argandi snild. Ég bilaðist úr hlátri þegar ég sá lagið. Það verður indælt að fylgjast með keppninni í ár:)
Kveðja Hulla
Þetta lagði Hulla í belginn
21. febrúar 2006 14:25:58
Ég held að það sé viturlegast fyrir mig að segja ekkert fyrr en eftir forkeppnina úti.
Þetta lagði Mamma í belginn
21. febrúar 2006 20:51:22
Jabba-dabba-dúúú
Hey þú, ég er að tala við þig... hahahah... þetta er alveg frábært að senda Sylvíu "shining-in-the-light" Night út í keppnina. Nú verður fútt og fjör að horfa í vor og kannski ég taki kvöldið frá með vikufyrirvara eða svo ef gullfiskaminnið bregst mér ekki ;o) Hlakka til að sjá loka-útkomuna úr þessu hjá júróvisjónteyminu Þorvaldi og Ágústu Evu.
Þetta lagði Stefa í belginn
22. febrúar 2006 19:19:16
það var nú líka fleirri lögum lekið á netið, en það er eins og það skipti ekki máli í augum sumra. Held að ef að það hefði ekki verið blásin upp þessi blaðra um hana Silvíu þá hefði fólk ekki tekið jafn vel eftir... ?
Þetta lagði unnsteinn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum