2. apríl 2006  #
Helgin

Það var nóg um að vera þessa helgina og mér leiddist alla vega ekki.

Píanóið mitt fékk fyrsta flokks þjónustu á laugardeginum, en Kristinn kom og stillti það fyrir mig. Píanótónarnir eru því undurfagrir núna, þ.e.a.s. ef ég hefði haft einhvern tíma til að spila um helgina ;)

Á laugardagskvöldið hélt Ívar, móðurbróðir Jóa, upp á fertugsafmælið sitt á NASA. Þar var mikið um dýrðir eins og við mátti búast og skemmtiatriðin frábær. Jói komst því miður ekki með mér því hann var aftur orðinn lasinn, en ég ákvað samt að skella mér og fór með tengdamömmu og co.

Í dag var það svo Borgarleikhúsið með mömmu, Karlottu og Oddi, en við drifum okkur á Ronju Ræningjadóttur. Ég hafði lesið frekar slaka dóma um sýninguna í Fréttablaðinu að mig minnir og var því ekki alveg viss hvort ég ætti að koma með. Leikmyndin var víst ómöguleg og leikararnir svona la la. Ákvað samt að skella mér með og dæma þetta sjálf, enda ekki alltaf að marka dóma leikhúsmógúlanna. Ég er fegin því að hafa ekki tekið mark á neikvæðni gúrúanna, því sýningin er frábær! Og ekki veit ég hvað var verið að fussa og sveia yfir ljótri leikmynd, ég hef sjaldan séð betur útfærða leikmynd. Allar útfærslur voru reyndar góðar, hvort heldur sem um var að ræða Helvítisgjána, rassálfa, grádverga, fljótsprottin blóm eða annað. Leikurinn sjálfur var líka til fyrirmyndar og ekkert út á hann að setja. Mæli hiklaust með Ronju Ræningjadóttur!

Á morgun byrjar hins vegar ný vinnuvika svo að ekki dugar að vaka fram á rauða nótt.

Sofið rótt! :) 


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
3. apríl 2006 12:26:57
ég sá einmitt Ronju um síðustu helgi og mér fannst hún alveg frábær... skil ekki alveg hvað þessir gagnrýnendur sjá oft. Hún stóð heldur betur undir væntingum :)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
3. apríl 2006 16:13:52
Takk fyrir síðast.
Ég er mikið fegin því að við drifum okkur með krakkana því við virðumst allavega öll hafa haft gaman af. Ég hitti Trausta sjúkraþjálfara í dag, en hann var líka á sýningunni í gær og hann sagði að allir í hans fjölskyldu hefðu líka verið mjög ánægðir.
Ég segi bara fuss og svei yfir þeim leikdómum sem rökkuðu þetta niður í upphafi.
Kveðja og knús,
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum