20. apríl 2006  #
Sumarið er komið

Nú líður senn að því að Íslendingar spenni upp stirðar svaladyrnar og andi að sér fersku vorloftinu. Alvopnaðir töngum og kartöflusalati gægjast þeir spenntir undir ábreiður og vekja grillin gætilega af löngum vetrarsvefni. Grillin rymja, mistilbúin að takast á við strembið álagið sem fylgir sumarvertíðinni. Karlmenn sem engan áhuga sýna á eldamennsku meirihluta ársins draga nú fram grillsvuntuna og bíða í löngum röðum við kjötborðin meðan bjórinn bíður í kælinum. Lömbin í haganum hoppa skelfd í felur og reyna að vekja athygli landsmanna á úrbeinuðum svínahnökkum.

Stoltir Frónbúar skilja vel ásókn útlendinga til eyjunnar vænu, enda ekkert annað land í heimi jafnstórkostlegt og Ísland. Sjálfir eru þeir hins vegar á leiðinni til Krítar, Kúbu eða Kanaríeyja. Það er nefnilega svo asskoti dýrt að ferðast innanlands.

Frostbitnar fjölskyldur í dúnúlpum standa í biðröð í ísbúðinni því á sumrin kaupir fólk sér að sjálfsögðu ís. Hvort sem hitastigið er fyrir ofan eða neðan frostmark.

Gleðilegt sumar! :)


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
20. apríl 2006 22:39:15
Fráááábær færsla!!
Þú ert yndislegur penni mín kæra. Sendi þér *knús* og stóran "gleðilegt-sumar"-koss á kinn :D

Þín Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
29. apríl 2006 08:43:41
Gleðilegt sumar :)!
Mér finnst skrýtið að hugsa til þess að tvíburarnir verði komnir í sumarfrí eftir rétt rúman mánuð. Skólaárið hefur ekki verið lengi að líða. Verður þú áfram með þinn bekk næsta vetur? Ég veit að kennarinn hans Davíðs Steins verður ekki áfram með bekkinn. Mér finnst hafa gengið frábærlega í vetur og var ánægð með að Oddur Smári skyldi drífa sig í kórinn. Dagur í 4BB er mikið með tvíburunum og hérna heima svo ég er farin að kalla þá þríburana. Farðu vel með þig Sigurrós mín!
Þetta lagði Anna Hjalta í belginn
29. apríl 2006 20:46:27
Já, ég tek undir að þetta hefur verið ótrúlega fljótt að líða - ég trúi varla að sumarfríið sé svona skammt undan! Ég verð áfram með bekkinn minn á næsta ári, tími ekki að sleppa hendinni af þeim alveg strax ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
30. apríl 2006 15:14:52
Enga Bloggleti kona góð!
Já svona - *vúhhtíshh* - áfram með skrifin Sigurrós mín. Alveg bannað að slá slöku við svona lengi. Hlakka til að lesa næsta pistil frá þér.

*Knús* Statlerinn
Þetta lagði Stefa í belginn


Brúðkaupsleikurinn

Klúbburinn stóð fyrir sniðugum leik í brúðkaupinu okkar síðastliðið sumar. Sex veislugestir tóku þátt í leiknum og hver og einn þeirra vann "skemmtileg verðlaun", þ.e.a.s. að gera eitthvað fyrir okkur Jóa ;)

Í dag tók einn þátttakandinn sig til og varð fyrstur til að efna skuldbindinguna sem vinir mínir festu honum.

Við Jói brugðum okkur á Þingvelli til að komast aðeins út úr húsi og kíkja hvort sumarið væri farið að láta á sér kræla í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þegar við komum aftur heim um sexleytið hékk poki á hurðarhúninum á íbúðinni. Við urðum frekar ráðvillt og hissa þegar við opnuðum pokann og sáum að í honum var vænt páskaegg.

Í flýti teygði ég mig í meðfylgjandi miða og las. Þetta reyndist vera miðinn hans Bigga sem skikkaður hafði verið til að kaupa handa okkur páskaegg um páskana. Á miðann hafði verið skrifað "Betra er seint en aldrei".

Það lítur því út fyrir að komin sé áskorun á nammibindindið sem ég hef verið svo stolt af að ná að halda síðan í janúar... ;)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
24. apríl 2006 14:55:35
Ertu ekki að grínast frú Sigurrós? Nammibindindi síðan í janúar!! Þú ert súkkulaðilausa hetjan mín from now on...
Þetta lagði Marta í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum