31. maí 2006  #
Nýir Selfyssingar
Jahá! Geri aðrir betur! :)

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
1. júní 2006 13:40:37
Ótrúlega fyndið hvað óléttur leggjast svona á vinnustaði ;) heyrðu ég er búin að vera að kíkja á verð til helsinki... verst að maður veit ekki dagsetninguna á keppninni strax....
Þetta lagði Jóhanna í belginn


Náttfatabíó

Krakkarnir í 3. bekk voru búnir að vinna sér inn verðlaun fyrir góða hegðun og við stuðskvísukennararnir ákváðum að bjóða upp á náttfatabíó í verðlaun!

Allir mættu á náttfötunum í skólann í dag, við komum okkur þægilega fyrir inni í salnum og horfðum á The Goonies á stóra sýningartjaldinu. Eftir hlé (hádegismatur og frímínútur) fengu svo allir popp og appelsínusvala.

Það þarf líklega ekki að taka fram að þetta sló þvílíkt í gegn! Veggirnir titruðu í hvert skipti sem hláturrokurnar komu frá náttfataklæddum áhorfendahópnum og ég skal alveg viðurkenna að það var ósköp kósí að sitja á náttfötunum inni í sal skólans og horfa á eina af mínum uppáhaldsbíómyndum á stóru tjaldi :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum