2. júlí 2006  #
Tár, bros og takkaskór

Einhver pistlahöfundur Fréttablaðsins skrifaði um daginn um það hvernig hún átti alltaf í erfiðleikum með að horfa á HM án þess að gráta til samlætis þeim sem duttu úr keppni hverju sinni.

Ég stóð mig að því að gera það sama síðastliðinn föstudag. Ég þurfti að beita mig hörku til að fara ekki að skæla með liðsmönnum argentíska liðsins. Þeir voru svo vonsviknir og sorgbitnir og það er eitthvað einstaklega átakanlegt við að sjá fullorðna karlmenn gráta svona. Hins vegar var ég nú ekkert sérlega hrifin af slagsmálatilþrifum þeirra áður en þeir yfirgáfu völlinn, því það er nákvæmlega ekkert íþróttamannslegt við að ráðast á leikmenn hins liðsins og nota handalögmálið við að fá útrás fyrir vonbrigðin.

Reyndar fann ég líka til með Englendingunum. Þeim virðist gjörsamlega ofviða að sigra í vítaspyrnukeppnum, þannig að þeir eru farnir heim. Við Jói bíðum spennt eftir að vita hvernig The Juice Doctor segir frá leiknum. Þeir hafa gert stutt myndbandsbrot um leiki Englendinganna á HM en í aðalhlutverkum eru appelsínur, kíví, næpur, ananas og fleiri félagar úr ávaxta- og grænmetisdeildinni.

Boltinn getur verið þrælskemmtilegur ;)

 


Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
2. júlí 2006 23:49:59
Boltinn er oft spennandi!
Hef samt lítið séð af HM, en tek þátt í hm-leiknum. Skoðaði myndir Guðbjargar og Magnúsar frá ferðalaginu og afslappelsinu í Sælukoti. Rosalega er bústaðurinn orðinn fínn. Kveðja, Anna Sigga
Þetta lagði Anna Hjalta í belginn
5. júlí 2006 10:42:57
Hvaða hvaða?
Ég bara skil ekki hvernig ástin getur allt í einu breytt anti-sportista í brjálaða fótboltabullu sem má ekki missa af leik! Sigurrós! Er ég eini antisportistinn í landinu sem hef ekki séð einn einasta HM-leik og sakna þess ekkert? Einu úrslitin sem ég veit um er að England tapaði en það leyndi sér ekki um helgina á svip þeirra Londonbúa....
Þetta lagði Stefa í belginn
5. júlí 2006 11:17:43
Engar áhyggjur ;) er ekki farin að nota frístundirnar til að sparka bolta úti í garði ;) hehe Og endist sjaldnast yfir heilum leik.
En ég er búin að fylgjast svolítið með úrslitunum út af HM-leiknum hans Jóa. Ætlaði sko að vinna leikinn ;) hehe
Þetta lagði Sigurrós í belginn
6. júlí 2006 11:52:55
Æj það má víst passa sig þessa dagana að vera ekki með svona þrumuræður. Fyrirgefðu Sigurrós mín - auðvitað er frábært að þú getur fundið einhvern skemmtilegan flöt á boltanum og horft á þetta með eiginmanninum. Ég er kannski bara svo heppin að minn maður er enginn boltamaður frekar en ég svo ég fæ að hafa mína sérvisku varðandi íþróttir í friði ;) ..hahhahaaa...
Þetta lagði Stefa í belginn
6. júlí 2006 12:03:48
Ekkert að fyrirgefa, þetta var nú engin þrumaræða, dúllan mín ;)
Og ef ég á að segja eins og er, þá kemur þessi fótboltaáhugi mér líka mjög á óvart :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum