19. ágúst 2006  #
Útsendarar í fýluferð

Trúarfólk úr öllum áttum virðist hafa miklar áhyggjur af andlegu ástandi heimilisfólks Betrabóls.

Fyrir nokkrum vikum barst inn um lúguna blaðsnepill á ensku sem hvatti okkur alvarlega til að gerast grænmetisætur í nafni Guðs. Á blaðinu voru taldar upp ýmsar ástæður þess að við ættum snarlega að snúa lífi okkar við og sleppa öllu dýrakjöti og því til stuðnings voru litlar teiknifígúrur af ýmsum dýrum sem sögðust elska okkur afar heitt og grátbáðu okkur að þyrma þeim. Neðst voru svo nokkrir tenglar sem áttu að fræða okkur nánar um þetta nýja líferni og ein síðan bar nafnið "beint samband við Guð".

Blaðið endaði í ruslinu ásamt tómum plastbakka undan vænum sneiðum af svínakjöti úr kjötborði Nóatúns.

Fyrir síðustu helgi barst okkur svo auglýsing um landsmót votta Jehóva. Þangað áttum við að mæta til að læra að forðast siðleysi og komast að öllum sannleikanum um "lausnina í nánd". Einhverra hluta vegna vorum við ekkert spennt að fara, kunnum greinilega alveg ágætlega við eigið siðleysi. Amma mín fékk einu sinni heimsókn frá vottum Jehóva sem buðu henni inngöngu í Paradís. Hún spurði á móti hvort þeir væru með sérstakt umboð fyrir ferðir þangað. Ekki tókst þeim að frelsa hana ömmu mína og því miður koma þeir einnig að lokuðum kofanum hér á bæ.

Mismunandi trúflokkar eru bara af hinu góðu, en það væri fínt ef þeir gætu leyft okkur að vera í friði með okkar trú og trúleysi. Ef okkur langar að gerast grænmetisætur Guðs eða vottar Jehóva þá höfum við samband. En þið þurfið svo sem ekkert að bíða við símann, það er ekki á dagskránni neitt á næstunni.


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
22. ágúst 2006 22:45:09
Hvað sýnir þú enga gestrisni, Sigurrós:) Skil þíg mæta vel. Hér í sveitinni er maður alveg laus við óboðna gesti:)
Þetta lagði Sigrún í belginn
23. ágúst 2006 10:32:09
Vá hvað ég skil þig!;)
Þetta lagði Bára í belginn
23. ágúst 2006 23:10:43
Trúleysingjabæli
Hvaða hvaða, vottarnir hafa bara fundið trúleysingjafnykinn langar leiðir og ákveðið að bæta úr þessu hið snarasta.

Síðast þegar ég afþakkaði pent kynningu á Varðturninum spurði annar votturinn hvort ég héti ekki Stefa? Mér brá alveg hrikalega og júið hrökkk einhvern veginn uppúr mér. Þá kom í ljós að önnur stúlkan sem stóð þarna svo sæt og fín er systir vinar míns, en hana hafði ég bara séð einu sinni. Mér fannst því ég voða leiðinleg þegar ég sagði "en ég segi samt nei takk" og lokaði svo hurðinni varlega á eftir þeim.

Ekki vill maður nú fara að frelsast svona allt í einu - það er einn af mínum verstu óttum...að sjá ljósið og fara að safna hári og blessa alla sem koma og fara. Æjj þá hentar diet-barnatrúin mín mér fínt og ég og minn Guð erum sátt hvort við annað.

Bestu kærleiksóskir,
þín Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum