6. ágúst 2006  #
Miðbæjarferð með Angelu og Alick

Angela og Alick, vinafólk mömmu frá því hún og pabbi bjuggu í Bretlandi, eru í heimsókn hér á landi um verslunarmannahelgina. Mamma og Haukur sóttu þau á flugvöllinn á föstudeginum og svo komu þau öll við hjá mér í brauð og kaffi.

Í gær fórum við Jói svo og hittum þau á Selfossi en mamma bauð okkur öllum í mat. Einstaklega ljúffengt lambalæri, grillað á útigrillinu, namm namm :) Ég gleymdi myndavélinni heima en gat bætt fyrir það í dag þegar mamma og Haukur komu með þau í smá miðbæjarferð. Ég hitti þau uppi við Perlu þar sem þau voru að enda við að skoða Sögusafnið flott en við fengum okkur síðan súpu saman í kaffiteríunni á 4. hæð.

Að því loknu fórum við upp í Hallgrímskirkju og röltum síðan um miðbæinn og veðrið fór sífellt batnandi. Indælis dagur og ég var mjög ánægð með að hafa fengið að fljóta með :)

Ég sló nú engin met í myndatöku, þó ég hafi auðvitað reynt að standa orðsporinu sem einn helsti papparassi fjölskyldunnar ;) Myndirnar mínar frá deginum eru hér.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum