17. september 2006  #
Sófar til sölu

Draumurinn hefur lengi verið að eignast Lazyboy-stóla í stofuna og nú er svo komið að við ætlum að láta drauminn rætast. En áður en við getur orðið, þá þurfum við að rýma til í stofunni og skapa pláss fyrir stólana. Við ætlum því að selja tvo af þeim sófum sem við erum með í stofunni. Ætlum að láta einn duga með stólunum.

Í fyrsta lagi er það leðursófinn en á hann setjum við 20.000 kr. Þetta er vandaður þriggja sæta sófi úr ekta leðri. Hann hefur verið í eigu fjölskyldunnar um nokkurra ára skeið en leðrið er enn fallegt og það sér ekki á því.

Í öðru lagi er það svefnsófinn sem við keyptum upphaflega til að hafa í gestaherberginu. Ekki var nú sofið á honum nema tvisvar sinnum í heildina, en síðan við fluttum hann inn í stofu í febrúar á þessu ári hefur nokkrum sinnum verið setið í honum :)
Við setjum 10.000 kr. á svefnsófann.

Áhugasamir geta haft samband við okkur með tölvupósti.


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
18. september 2006 21:09:01
Hjúkk!!!
Ég var farin að hafa áhyggjur af því að andi Freddie heitins Mercury's hefði fryst síðuna fyrir frekari blogg-innleggjum.

Sé að það er alrangt og vona að hann hvíli í friði blessaður.

Mæli eindregið með einhverju lazy í stofuna - muna bara að mæla fyrir þeim fyrst!!! Þeir virka svo litlir í búðinni.... ;o) ...hahahhaha....

Kveðja,
Stefa risasófaeigandi
Þetta lagði Stefa í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum