7. desember 2007  #
Hákarlinn...

Þekktur sjónvarpskokkur var ekki hrifnari af íslenska kæsta hákarlinum en svo að hann skyrpti honum aftur út úr sér, þrátt fyrir að hafa sagt viðmælanda sínum að til að teljast alvöru karlmaður þyrftu þeir að kunna að borða hákarl.

Ég skil hann vel, mér finnst þetta alveg virkilega ógeðslegur "matur". Meira að segja kæsta skatan er betri... og er þá mikið sagt!

Hins vegar hafði sjónvarpskokkurinn rangt fyrir sér. Það að borða hákarl sannar ekki að maður sé alvöru karlmaður, heldur eru það alvöru íslenskar smástelpur sem borða hákarl með bestu lyst ;) Það sá ég alla vega í Hlíðaskóla þegar ein af 8 ára stelpunum í bekknum sem ég kenndi sat með fulla skál af hákarli á þorramatsdegi Hlíðaskóla og hakkaði í sig "góðgætið".

Og henni fannst þetta virkilega gott!


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
7. desember 2007 21:20:32
Bæði hákarl og kæst skata eru stemningsmatur - hvort tveggja á við á vissum árstíma. Með tímanum þykir manni þetta gott á bragðið - svona rétt eins og maður þarf að læra að drekka rauðvín með mat.

Þú hefur nokkur ár til stefnu - en ert reyndar ekki að vestan eins og ég!!! :)
Þetta lagði Rakel í belginn
8. desember 2007 13:59:41
Já hefur mikið að segja að vera að Vestan. Við systur földum okkur inni í herbergi í mörg ár á Þoddlák með bómull í nefi - núna finnst mér ómissandi að borða skötustöppuna daginn fyrir jól. Hins vegar hef ég alltaf borðað hákarl, enda alvöru stelpa!
Þetta lagði Marta í belginn
8. desember 2007 23:00:26
Hvílíkur aumingi þessi Breti.
Ef hákarlinn er vel verkaður þá er hann lostæti, það lærði ég á barnsaldri hjá vinkonu minni sem átti pabba sem verkaði hákarl. Það tekur bara nokkra bita að læra að borða hann. Hann er líka sagður allra meina bót.
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum