31. mars 2007  #
Nýjar myndir komnar inn :)

Lesendur eru varla ánægðir með þessa frammistöðu, komin heil vika síðan ég bloggaði síðast eða setti inn myndir! Það er því best að bæta strax úr því ;)

Lena spurði mig síðasta sunnudag hvort það yrðu þá komin 365 myndaalbúm fyrir Rögnu Björk inn á myndasíðuna mína þegar daman verður eins árs, svona þar sem ég hafði þá sett inn myndaalbúm fyrir hvern einasta dag í lífi dótturinnar. Nú set ég hins vegar einn vikuskammt af myndum inn sem eitt albúm, enda farin að taka örlítið færri myndir á hverjum degi núna.

Af okkur er annars allt gott að frétta. Ragna Björk var vigtuð á fimmtudaginn og er komin í 3850 g og hafði þá þyngst um 150 gr frá því vikunni áður. Það er ekki fyrr en við mætum með hana í 6 vikna skoðun að lengdin verður mæld aftur og ég er nú farin að hlakka svolítið til þess, er forvitin að vita hver formleg lengd hennar er orðin :) Hér á bæ er ekki til "mjúkt" málband, aðeins reglustikur og stíf iðnarmannamálbönd svo að ég hef nú ekki lagt sjálf í neinar mælingar. Enda átta ég mig nú ekki alveg á því hvernig maður framkvæmir það með góðu móti að mæla lengdina á samankuðluðum kjúklingi ;) hehe Reyndar tekur hún sig stundum til og stendur stíf og bein eins og planki þegar á að leggja hana á brjóstið en þá eru málböndin bara aldrei við hendina ;)

Við Jói horfðum svo á gömlu skólana okkar úrslitakeppni Gettu Betur í gær og ég sagði í gríni að við gætum notað úrslitin til að ákvarða í hvaða framhaldsskóla daman færi seinna meir, hvort hún færi í mömmuskóla eða pabbaskóla ;) Þetta leit nú ekki vel út fyrir MR en marðist á lokalokasprettinum. Ég ætlaði með sjálfri mér að halda líka með MK þar sem þeir hafa aðeins unnið einu sinni áður og mér fannst kominn tími á þá en gamli MR-ingurinn í mér hafði nú betur og ég hvatti þá óspart áfram í huganum. En mér tókst nú samt aðeins að hleypa MK inn fyrir, a.m.k. varð ég alveg miður mín fyrir þeirra hönd þegar úrslitin urðu ljós og það var sárt að sjá hvað þeir voru vonsviknir. Það lá við að ég felldi smá tár fyrir þeirra hönd, rétt áður en ég tók undir Gaudann með MR-ingunum. Ragna Björk var nú ósköp róleg yfir þessu öllu saman og þó mamman hafi nú verið að grínast með að láta úrslit keppninnar stjórna framtíðarmenntuninni hennar þá veit hún að hún fær alveg að ráða þessu sjálf þegar þar að kemur :)


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
31. mars 2007 11:33:49
Loksins fleiri myndir.
Yndisleg myndin nr.6, þar sem þau kúra saman Ragna björk og pabbi.
Þetta lagði Ragna amma í belginn
31. mars 2007 21:02:19
Úps! Var þetta ekki Menntaskólinn við Kárahnjúka sem var að keppa.....
greinilegt að mitt fólk mun halda sig við íþróttirnar!
Þetta lagði Rakel í belginn
1. apríl 2007 13:34:22
Vei nýjar myndir! Maður var aðeins farinn að örvænta;) annars hefði verið gaman að hafa 365 albúm hehehehe!
Þetta lagði Lena í belginn
2. apríl 2007 14:21:28
Æhh hún er svoooo yndisleg. Og ég verð líka að minnast á hvað hún er með ótrúlega fallegan húðlit! Svo er hún alltaf svo rosalega fín...auðvitað eins og alvöru prinsessur eiga að vera ;)
Þetta lagði Halla í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum