16. apríl 2007  #
(Ó)heilsufréttir

Eins og ég minntist á hérna um daginn þá virðist Ragna Björk hafa fengið bakflæði í genapakkanum frá móður sinni. Það byrjaði nú strax að gubbast helst til mikið upp úr henni á spítalanum og það hefur haldist síðan. Við viljum auðvitað ekki að litla englinum okkar líði illa, og erum nú þegar búin að prófa ýmsar leiðir til lausnar.

Fyrst keyptum við Minifom-dropa þegar Ragna Björk var bara 2 vikna. Þá dropa hefur hún fengið fyrir hverja gjöf alveg þar til núna um helgina. Þeir virtust svona aðeins draga úr gubbinu en samt varla neinn sjáanlegur árangur. 3 vikna byrjaði hún svo að fá Gaviscon-mixtúru 4 sinnum á dag. Það kom lítið sem ekkert upp úr henni þau skipti sem hún fékk mixtúruna en svo sem alveg nóg þess á milli, þannig að ekki virtist það vera töfralausnin.

Strax eftir páska kíktum við með hana upp á Barnaspítala til að láta athuga naflann á henni og kom þá í ljós að daman er með smávægilegt naflakviðslit sem lagast víst bara af sjálfu sér. (Já, hún er mjög heilsuhraust eins og foreldrarnir...ehemm ;)). Læknirinn sem athugaði hana þar ákvað að hvíla Gavisconið og prófa að setja hana á annað lyf, Lanzo-freyðitöflur. Við gáfum henni freyðitöflurnar í 4 daga en gáfumst svo upp því vesalings barnið varð svo svakalegt óvært - enda algengu aukaverkanirnar sem taldar voru upp í bæklingum ekkert sérstaklega eftirsóknarverðar.

Á laugardaginn dreif ég mig svo til grasalæknis í Breiðholtinu og fékk töfraseyði sem ég hef heyrt þvílíkar hamingjusögur af. Við byrjuðum strax að dæla í Rögnu Björk seyðinu á laugardeginum og nú er hún bara á því og öll formleg lyf geymd í bili. Aðfararnótt sunnudagsins svaf hún svo í 5 og hálfan tíma samfleytt sem er vissulega nokkuð lengra en 2-4 tímarnir sem hún sefur vanalega í senn, svo að við fylltumst nú ágætis von. Hún er líka rólegri svona yfir daginn og er farin að lengri blundi eins og hún gerði fyrstu vikuna sína. En þetta tekur nú líklega eitthvað lengri tíma að virka því hún er ennþá svolítið að kvarta og gubba smá eftir gjafir. En samt minna en áður. Svo að nú bara bíðum við þolinmóð og sjáum hvað setur :) A.m.k. líður manni betur að vera að gefasvona litlu barni náttúrulegt "lyf" frekar en alls kyns mixtúrur með mismildum lyfjum.


Leggja orð í belg
7 hafa lagt orð í belg
16. apríl 2007 20:31:42
Grænt og vænt
Æi, elsku litla stúlkan, vona að grasalyfið hjálpi
Þetta lagði Marta í belginn
16. apríl 2007 21:09:07
Vonandi stendur þetta nú allt til bóta!
Þetta lagði Rakel í belginn
17. apríl 2007 10:58:22
æi krúsí músí... náttúrulyfin eru alltaf best :) en já það er sko satt við verðum að fara að hittast með dúkkurnar....
Þetta lagði margrét arna í belginn
17. apríl 2007 17:21:09
Ekki gott að heyra!! En við höfum fulla trú á öllu náttúrulegu:)Vonandi virkar það betur! Hún er nú meiri gullmolin hún Ragna Björk, dafnar vel og líður vel (a.m.k. inn á milli:))Hún á líka svo góða mömmu:) Hlökkum til að sjá ykkur....
Kveðja Helga og allir úr 4.SJO
Þetta lagði Helga Steinþórsd. í belginn
18. apríl 2007 22:16:01
gangi ykkur vel
Ég vona svo sannarlega að grasalyfið geri henni litlu Rögnu Björk gott og að það virki fljótt og vel.

kær kveðja
Edda G

Þetta lagði Edda í belginn
18. apríl 2007 22:30:45
Æææ það er nú ekki gott að heyra. Vona bara innilega að hún taki þetta bara út núna og hætti þessu snemma. Frændinn er ennþá að æla og virðist ekkert ætla að hætta enn.
Líka frábært ef grasalyfið virkar.

Kær kveðja
Ingunn
Þetta lagði Ingunn í belginn
19. apríl 2007 15:51:29
Æjjjjj ussusss..leiðinlegt að heyra með þetta magavesen á dömunni. Ég hef annars mikla trú á svona náttúrulegu og vona að það fari að gera gagn. Annars er okkur Daníel farið að langa hrææææðilega mikið að sjá hana áður en hún verður unglingur ;)
Þetta lagði Halla í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum