5. apríl 2007  #
Bakflæði og brjóstaþoka

Litli væri engillinn okkar hefur látið foreldra hafa svolítið fyrir sér undanfarið. Magakramparnir, sem áður voru aðallega milli ellefu og tvö á kvöldin, eru nú farnir að láta á sér kræla á ótrúlegustu tímum. Hjúkrunarfræðingurinn sem sinnir okkur í ungbarnaeftirlitinu bauð okkur að koma niður á heilsugæslustöð (vanalega kemur hún nefnilega heim) og hitta lækni til að ræða magapínu- og gubbuvandamál prinsessunnar.  Það lítur út fyrir að Ragna Björk sé með bakflæði, eins og helmingurinn af minni ætt... og við keyptum mixtúru sem við gefum henni núna fjórum sinnum á dag og vonum að það hjálpi eitthvað.

Annars fannst lækninum hún bara óskaplega fín og flott og talaði um hvað hún væri sterk og kröftug. Jú jú, við höfum orðið vör við það, við þurfum stundum að vera tvö við að koma henni á brjóstið til að drekka því hún kreppir handleggina, setur þá fyrir og grípur stundum fast í geirvörtuna, móður sinni til ómældrar ánægju... eða þannig ;) Svo er sogkrafturinn þvílíkur að ég er mest hissa á því að geirvartan skuli enn vera áföst þegar hún er búin að drekka!

Brjóstaþokan svokallaða, öðru nafni bleyjuheilinn, er líka aðeins farin að hrjá mig. Eða a.m.k. er ósköp þægilegt að vísa til hennar þegar skynsemin og minnið virðast fá sér blund. Ég brá mér í Smáralindina í gær til að sinna smá útréttingum og var auðvitað ómeðvitað með hugann að hluta til heima hjá prinsessunni sem beið róleg hjá pabba sínum. Ég keypti kjúkling í kjötborðinu í Nóatúni og þegar strákurinn sem var að afgreiða rétti mér kjúklinginn rétti ég honum visakortið mitt með bros á vör. Hann varð eitthvað vandræðalegur og sagði mér að ég ætti sko bara að borga kjúklinginn við kassann. Ég gat ekki annað en hlegið enda hef ég ótal oft keypt tilbúinn kjúkling þarna. En ég ákvað nú að gera stráknum það ekki að afsaka mig við hann með brjóstaþokunni, hann hefði eflaust orðið enn vandræðalegri... ;)


Leggja orð í belg
7 hafa lagt orð í belg
5. apríl 2007 21:19:29
Brill! Saga að mínu skapi!
Þetta lagði Rakel í belginn
6. apríl 2007 10:43:35
He he.. algjör snilld!!! Þú hefðir átt að fá kjúllan frítt út á þetta ;) En kannast við þetta með sogkraftinn.. Svavar talar alltaf um að það sé hægt að hengja Nínu Rakel á glugga hún sýgur svo fast... Já og svo þetta með hendurnar og brjóstagjöfina, það er svo gott þegar hún nær taki! ÁI
Þetta lagði margrét arna í belginn
6. apríl 2007 11:05:49
Leiðinlegt að heyra með magavesenið - þekki það vel;)
Skemmtilegar þessar brjóstaþokur!!
Þetta lagði Ingunn í belginn
6. apríl 2007 15:39:51
Æjá vonandi lagar mixtúran litla mallakút! hehe..skemmtileg þessi brjóstaþoka. Ég er mest hrædd um að fara e-n tímann til dyra með brjóstið út í loftið! Þau verða e-ð svo mikil verkfæri þessar elskur....;)
Þetta lagði Halla í belginn
6. apríl 2007 22:17:33
Hló upphátt!!
HAHAHahahahahaha.....ég hló sko upphátt að kjúllasögunni. Ég er enn að jafna mig á brjóstaþokunni - þetta er eiginlega orðin hálfgerð dalalæða en það rofar til inn á milli. Ég kalla þig þó góða að hafa munað að þú ætlaðir að kaupa kjúkling. Ég hefði sjálfsagt farið heim með brauð og ost.

*Knús*
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
6. apríl 2007 23:23:56
Margt skrýtið í þokunni.
Ha,ha, ha Sigurrós segir bara að hún hafi keypt kjúkling - ekkert hvað hún hafi ætlað að kaupa þegar hún fór að heiman - kannski var það bara nautahakk sem breyttist í kjúkling í brjóstaþokunni miklu.
Þetta lagði Ragna í belginn
7. apríl 2007 11:49:26
Hmmm... já kjúklingurinn var svo sem ekkert á planinu þegar ég fór út - ég kom við í Nóatúni til að kaupa plastpoka. Varð bara skyndilega svo svöng í búðinni að ég mátti til með að kaupa smá "forrétt"... ;) Svo að við borðuðum kvöldmat tvisvar þennan daginn, fyrst kl. fimm og svo kl. átta ;) Já, ég er sísvöng þessa dagana! :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum