7. apríl 2007  #
Litli unglingurinn okkar

Þá er kominn tími fyrir næsta vikuskammt af myndum :) Myndirnar sem við tókum í matarboðinu hjá tengdamömmu í gær voru reyndar það margar að ég setti þær í séralbúm . Fyrir utan skírnina þann 24. mars, þá var þetta fyrsta heimsókn Rögnu Bjarkar, en við höfum alveg verið að halda okkur heima í rólegheitum með hana. Næsta heimsókn er svo á morgun en þá verður kíkt yfir heiðina í mat til ömmu Rögnu :)

Annars hefur litla skottan okkar svo sem ekki verið mjög "myndvæn" undanfarið (þó við látum það nú ekki stoppa okkur! :)). Aumingja stúlkan tók nefnilega snemmbúna atlögu á gelgjuskeiðið og steyptist öll út í hormónabólum. Ástandið er líklegt til að vara næstu tvær vikur í viðbót en sem betur fer er hún strax orðin heldur skárri í dag. Það getur varla verið þægilegt að vera rauður og þrútinn í framan með bólur sem skipta hundruðum!


Leggja orð í belg
6 hafa lagt orð í belg
7. apríl 2007 23:34:25
Amma getur varla beðið eftir því að fá ykkur á morgun.
Knús til ykkar allra
Þetta lagði Amma á Selfossi í belginn
9. apríl 2007 21:35:06
Unglingaskeið I
Já þessi unglingaskeið eru víst nokkur - þetta hormónabóluskeið gengur yfir á nokkrum vikum ef ég man rétt ....ég held einmitt að ég hafi tekið heldur færri myndir á þessum tíma...hahahahhaha.

Unglingurinn okkar (18 mánaða að verða) var að læra að segja nei í síðustu viku. Það hljómar reyndar meira eins og "noj" en það er alveg ljóst hver merkingin er!

Hlakka til að heyra meira og fylgjast með ykkur. Væri búin að kría út aðra heimsókn ef það væri ekki endalaust kvef og hóstavesen á bænum...vil ekki smita litlu Rögnu Björk af svona óþverra - skítt með það þó þið legðust í tvo til þrjá daga...hahahha. :P~

Bestu kveðjur,
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
9. apríl 2007 23:38:46
BjútíQueen
Það er SVO gaman að skoða myndir af þessari litlu bjútíqueen. Var að missa mig yfir dúllu sokkabuxunum sem skvísan var í við kjólinn...ekkert smá flott:)
knús úr 16
Helga Sigrún og c.o
Þetta lagði Helga Sigrún og c.o í belginn
10. apríl 2007 09:58:32
Ji hvað snúllan dafnar vel, og ég held að hún fái alveg verðlaun fyrir flottustu sokkabuxurnar :):)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
11. apríl 2007 00:14:21
Tek sko undir Jóhönnu með sokkabuxurnar!!! Ég bara dauðöfunda Rögnu Björk...
Þetta lagði Theó í belginn
11. apríl 2007 21:53:55
Já, það er stundum gaman að vera smá skvísa ;) Pabbinn fattar nú reyndar ekki alveg tilganginn með svona prjáli, en hann er líka karlmaður svo að við dömurnar á heimilinu kippum okkur ekkert upp við það ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum