15. júní 2007  #
Skreppitúr dagsins

Við Ragna Björk skruppum í bíltúr á Selfoss í dag. Vörðum deginum hjá Sóltúnsömmunni og hittum líka afann, Guðbjörgu og krakkana. Yndislegur dagur og ég er staðráðin í því að vera duglegri að fara í svona skreppitúra í sumar! :)

Mamma hefur oft minnst á það þegar hún er að keyra á milli Reykjavíkur og Selfoss, hvað það eru margir þungaflutningabílar á þjóðveginum. Þar sem ég var nú á ferðinni í kringum hádegi á virkum degi, tók ég sérlega vel eftir þessu. Það er allt morandi í risatrukkum! :( Á leiðinni heim ákvað ég að telja alla trukkana og þá er ég ekki að meina svona venjulega stóra flutningabíla heldur þessa risastóru tröllatrukka eins og maður sér í bandarískum vegakvikmyndum. Þá voru þeir auðvitað ekki eins margir, enda klukkan orðin sex á föstudagskvöldi - en ég taldi samt 11 svona tröllatrukka sem mér finnst nú heldur meira en var hérna í den! Sá reyndar eftir því að hafa ekki dundað mér við að telja hjólhýsi og húsvagna því þeir skiptu tugum! Allir á leiðinni upp í sveit í helgar- eða sumarfrí.

Fyrst ég er komin í umferðarpælingarnar, þá verð ég líka að minnast aðeins á bílinn sem ég keyrði fyrir aftan á leiðinni austur. Lenti fyrst fyrir aftan hann við Rauðavatnið og horfði þá á bílstjórann henda sígarettu út um gluggann. Leiðir okkar skildu þegar hann fór fram úr mér nokkru síðar en svo lenti ég aftur fyrir aftan sama bíl við Hveragerði og viti menn, subban var þá búin að reykja aðra sígarettu sem einnig kom fljúgandi út um gluggann. Og til að kóróna herlegheitin var sóðinn með límmiða frá tryggingafélaginu sínu í afturglugganum þar sem stóð að hann væri fyrirmyndarökumaður. Get ekki að því gert, þeir sem henda rusli (og hvað þá logandi rusli!) út um bílglugga eru ekki fyrirmyndarökumenn í mínum huga...


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
16. júní 2007 00:06:00
Já ég er alveg sammála þér að þeir geta nú varla talist fyrirmyndarbílstjórar sem haga sér svona. Ég þakka ykkur kærlega fyrir komuna það var svo gaman að fá ykkur austur. Ég er búin að skoða myndirnar og myndbandið er alveg rosalega skemmtilegt.
Kveðja og knús frá ömmu Rögnu
Þetta lagði Mamma í belginn
17. júní 2007 20:49:19
Eru ekki komnar sektir fyrir svona subbuskap?
Þetta lagði Rakel í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum