18. júní 2007  #
Djamm-mamman

Það hefur verið mikið um að vera í félagslífinu undanfarið en ég er búin að fara þrisvar út að skemmta mér í góðra vina hópi síðustu tvær vikur og hef þá skilið litlu prinsessuna eftir hjá pabba sínum. En þar sem ég framleiði (a.m.k. núna) nóg af mjólk til að geta geymt aðeins umfram, þá er þetta nú í lagi.

Árshátíð D-bekkjarins var haldin föstudaginn 8. júní og byrjuðum við á því að fara í keilu. Þær hinar skruppu svo í sund meðan ég fór heim og gaf Rögnu Björk en svo hittumst við aftur heima hjá Sigrúnu og borðuðum mat frá Red Chili. Ég fór nú ekki með niður í bæ á djammið en hinar voru víst duglegar og sáu um þann hluta árshátíðarinnar fyrir mig :)

Strax daginn eftir hittist næstum því sami hópur aftur því komið var að því að gæsa Hildu. Ég var reyndar ekki með um daginn þegar þær fóru með hana að sprella í Kolaportinu, í skotfimi og súludans en hitti þær svo um kvöldið og borðaði með þeim grillmat og fylgdist með hjálpartækjakynningu.

Núna á laugardaginn var hins vegar gæsun Jóhönnu en hún fór í brunch á Café Roma, nudd og Nornabúðina og fleira og síðan borðuðum við saman á Caruso.

Sem sagt, ýmislegt skemmtilegt um að vera enda sumarið yfirleitt tími félagslífssins :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
19. júní 2007 20:05:57
Þetta er bara fullt starf!!
Þetta lagði Rakel í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum