19. júlí 2007  #
Til hamingju ég :)

Veit ekki hvort þetta er eitthvað sem tengist krabbastjörnumerkinu, en við Stefa vinkona erum báðar þannig að okkur finnst svo svakalega gaman að eiga afmæli! :) Ég held t.d. að það sé ástæðan fyrir því að Stefa hefur ekkert bloggað síðan á afmælinu sínu þann 1. júlí, er ekki tilbúin að hætta að eiga afmæli alveg strax ;) hehe og ég skil hana bara alveg!

Við mægðurnar (og í þetta skiptið er ég að tala um mömmu, Guðbjörgu og mig) erum ásamt Björk tengdamömmu búnar að ætla lengi að kíkja saman á Tapasbarinn. Þegar kom að því að velja dag fannst okkur eiginlega tilvalið að tengja það við afmælið mitt og við tókum því smá forskot á sæluna í gær og skelltum okkur út að borða og höfðum sem afmælisdinner, þó dagurinn sjálfur sé ekki fyrr en í dag. 

Guðbjörg og ég

Björk og mamma

Við fengum okkur allar óvissuferð í gegnum matseðilinn og maturinn var svo svaaaaakalega góður, eins og hann reyndar alltaf er á Tapasbarnum. Ég var virkilega stolt af sjálfri mér að treysta mér til að panta óvissuferðina, vel vanalega sjálf alla mína rétti sjálf (og eiginlega alltaf sömu réttina sem ég veit að eru góðir...hmmm) en langaði til að vera í óvissufílingnum með þeim hinum. Kannski er ég að fullorðnast eitthvað... vona samt ekki!

Í dag ætla ég svo ekkert að láta rigninguna trufla daginn, afmælisdagur er alveg jafn flottur og fínn þó það sé rigning, og ætla m.a. að kíkja í Hagkaup og kaupa mér nýja diskinn með íslensku 80´s lögunum fyrir hluta af afmælispeningunum. Vona bara að dóttir mín nenni með mér í þessa einu búð í tilefni dagsins ;)


Leggja orð í belg
10 hafa lagt orð í belg
19. júlí 2007 11:47:45
Til lukku.....
Vonandi áttu góðan dag í rigningunni! Vona líka að þú komist til mín þann 11. ágúst....sá sem sér um veitingarnar fyrir mig er kokkur á Tapas.......!!(lokk, lokk....)
Þetta lagði Rakel í belginn
19. júlí 2007 12:19:03
Var einmitt að reyna að muna hvaða dag þetta væri - ætla að punkta það strax hjá mér í þetta skiptið svo það gleymist ekki! :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
19. júlí 2007 13:02:48
Til hamingju með daginn!
Hafðu það ávallt sem best.
Þetta lagði Anna Sigríður Hjaltadóttir í belginn
19. júlí 2007 13:35:41
Til hamingju með daginn;)
Mjög mikilvægt að venja börnin á búðarráp strax í frumbernsku.. hehe
Þetta lagði Ingunn í belginn
20. júlí 2007 09:35:53
*Knús*
Til hamingju með daginn í gær. Já það er satt að ég hef ekki bloggað síðan á afmælisdaginn til þess að halda honum á lofti :D ...hahahha... Líklega er ástæðan blessaða þreytan, þreyta á hita og sól og fjúkandi frjókornum - mig langar helst að liggja bara í rúminu frá því að ég kem heim á daginn þar til ég fer í vinnuna morguninn eftir..... :P~~

Kveðja,
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
20. júlí 2007 10:36:16
Til hamingju með daginn í gær... gleymdi þessu þó þú hefðir sagt mér að þú ættir afmæli deginum áður :) En svona er þetta ;)KNÚS
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
20. júlí 2007 19:16:54
Elsku Sigurrós mín.
Til hamingju með daginn í gær:)
Nú ertu alveg farin að nálgast árin 30, sem er ekki svo slæmt:/ Alveg tala frá eigin reynslu!! Gott að þú áttir góðan dag með svona góðum dömum:)
Heyrumst sem fyrst.....
Knús Helga
Þetta lagði Helga Steinþórsd.. í belginn
22. júlí 2007 02:12:30
Hæhæ
Doldið seinn en til hamingju með daginn :)
Þetta lagði Daði í belginn
22. júlí 2007 21:53:33
Alltaf gaman að fá afmæliskveðju... þótt seint sé:) en innilega til lukku með daginn!
Þetta lagði Sigrún í belginn
23. júlí 2007 20:14:50
Þakka góðar kveðjur, bæði snemmbúnar, síðbúnar og prúðbúnar :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum