23. júlí 2007  #
Óhuggulegt

Það setti að mér nokkurn óhug um að heyra um rútuna sem hrapaði ofan í á nálægt Vizille í Frakklandi með þeim afleiðingum að 26 manns létust. Fréttir af erlendum hörmungum fara því miður oft framhjá manni, enda held ég nú líka að maður yrði að þunglyndri taugahrúgu ef maður leyfði sér að taka inn á sig allt sem úrskeiðis fer í heiminum.

Þessi frétt hins vegar snerti mig þar sem þetta er svo nálægt staðnum sem ég bjó á þegar ég var Au-pair rétt fyrir utan Grenoble. Ég held m.a.s. að þetta sé vegur sem ég hef farið nokkrum sinnum, m.a. þegar mamma kom í heimsókn og við fórum með fjölskyldunni í ferðalag upp í fjöllin þar sem við fórum með kláf hátt upp á fjallstind til að skoða íshella. Þetta er ekki svæði sem ég fór um á hverjum degi en það kom einstaka sinnum fyrir og þess vegna fæ ég smá hroll við að heyra þetta.

Æ, svona tengir maður allt út frá sjálfum sér, mannlegt eðli býst ég við.


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
23. júlí 2007 22:18:32
Hrikalega sorglegt, sérstaklega þegar horft er til þess að þá þessum vegi var bannað að keyra á rútu. Það er yfirleitt ástæða fyrir svona reglum.
Þetta lagði Ingunn í belginn
23. júlí 2007 22:29:17
Er ekki hissa á því að rútur hafi verið bannaðar á sumum af þessum vegum, þeir eru margir ekki neitt sérstaklega breiðir og svo er bara bratt bratt niður...
Þetta lagði Sigurrós í belginn
26. júlí 2007 22:11:43
Úff,já þetta er óhugnanlegt. Þetta er örugglega á þeim slóðum sem við vorum að ferðast á þarna um árið.
Þetta lagði Ragna í belginn


Nýjar myndir í albúminu

Eins og myndirnar voru nú fáar í síðustu viku, þá eru þær svakalega margar núna. Það var mömmuklúbbur síðasta miðvikudag og myndirnar frá honum voru loks að koma inn í dag, við fórum í Sælukot ásamt Stefu og fjölskyldu og tókum mikið af myndum og loks er þessi hefðbundni vikuskammtur af myndum af dótturinni mjög stór í þetta skiptið. Ég er ekki búin að skrifa við myndirnar en það gerist líklega í kvöld ef ég kem því við.

Annars er ég þessa dagana að hamast við að klára bókina sem ég er að lesa svo að dagskráin verði alveg laus þegar pósturinn kemur með Harry Potter heim að dyrum til mín á morgun eða hinn. Sá eiginlega eftir að hafa pantað hann á Amazon því þá fengi ég hann ekki strax á laugardeginum en hefði hvort eð er ekki komist í að lesa hann þá svo að þetta er eiginlega bara betra svona. Ætla bara að slíta öll tengsl við umheiminn þar til ég verð komin með bókina og búin að lesa hana svo að enginn kjafti óvart (eða viljandi!) frá atburðarásinni. 


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum