26. júlí 2007  #
Fljúgandi ógn

Mér hefur aldrei verið vel við geitunga, en nú sé ég fram á að gera bæði mig og barnið að taugahrúgu þegar kemur að þessum fljúgandi randalínum.

Það flaug einn geitungur framhjá mér inni í stofu áðan og ég greip barnið og stökk inn í herbergi um leið og ég tilkynnti Jóa að við mæðgur kæmum sko ekki aftur fram fyrr en kvikindið væri handsamað og fjarlægt!

Og geitungavertíðin er rétt að byrja... :( 


Leggja orð í belg
8 hafa lagt orð í belg
26. júlí 2007 22:15:14
Við sjáum svo eftir að hafa ekki keypt flugnaspaða sem við sáum í Danmörku en þeir voru með rafhlöðum til að gefa raflost. Við héldum að geitungarnir væru allir útdauðir á Íslandi því við vorum ekki búin að sjá neina í sumar.
Þetta lagði mamma í belginn
26. júlí 2007 22:21:39
Við sáum svona raflostsspaða í Hollandi 2005 en ég myndi aldrei þora að ráðast gegn geitungum með þeim, ég myndi kannski ekki hitta og þeir yrðu örugglega svo reiðir!

Fyrir utan þá staðreynd að í eina skiptið sem ég drap flugu með flugnaspaða (og það var húsfluga) þá fékk ég svo svakalegt samviskubit á eftir að ég dauðsá eftir öllu saman... ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
27. júlí 2007 00:07:19
Honum var úthýst
Geitungnum var vísað út, honum fylgt að svalahandriði og þaðan stímdi hann á burt.
Þetta lagði Jói í belginn
27. júlí 2007 00:49:09
Ójá! Ég hélt að við slyppum þetta árið!! Settum upp gildru í vor...það kom einn geitungur á 6 vikum...og svo 7 núna á nokkrum dögum!! Ég skelfist þetta líka!!
Þetta lagði Rakel í belginn
27. júlí 2007 08:47:39
Úpps já, gleymdi að segja frá björguninni... Ég er nefnilega svo heppin að eiga eiginmann sem er ekki hræðslupúki eins og ég :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
27. júlí 2007 09:18:36
Gott að þú mundir að grípa barnið með þér :) Það eru ekki allir sem ná því í hita leiksins, nefnum engin nöfn :)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
27. júlí 2007 18:52:36
Iss það er ekkert sem gott kústs prik reddar ekki :) Ég man þau tvö sumur sem ég vann í fjölskyldugarðinum drap um 50 geitunga og býflugur á sumri með gömlu kústpriki.
Þetta lagði Kári í belginn
28. júlí 2007 09:27:59
Gott að eiga góða að
Þú ert nú svei mér þá vel sett Sigurrós mín með svona hughraustan eiginmann og ekki er Kári mágur þinn lakari. Ég er vissum að báðir koma á fleygiferð til björgunar ef á þá er kallað.
Þetta lagði Ragna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum