20. janúar 2008  #
Lífsmark

Þetta er nú ekki alvöru bloggfærsla, bara smá lífsmark :) Nenni samt ekkert að vera að afsaka bloggleti lengur, ég læt í mér heyra svona þegar mér finnst ég hafa eitthvað að segja ykkur :)

Allt gott að frétta héðan af litlu fjölskyldunni, tíminn flýgur áfram, Ragna Björk orðin 10 mánaða gömul (þó ég sé samt alveg með það á hreinu að það séu aðeins 1-2 mánuðir síðan hún fæddist!) og fæðingarorlofið mitt styttist óðum. Ég fer aftur að vinna í mars og það er smám saman að mótast hvaða verkefni bíða mín fram að skólaslitum í júní.

Svo er hérna smá ítrekun fyrir þá sem hafa verið áhugasamir um að fylgjast með nýjum myndum af litlu athafnakonunni minni, en nú er ekki lengur eitt albúm per viku eins og í fyrra, heldur eitt per mánuð, sbr. myndir Rögnu Bjarkar fyrir janúarmánuð. En ég bæti samt inn í það u.þ.b. vikulega svo að þið getið þá kíkt inn í upphafi nýrrar viku til að sjá nýjar myndir. 


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
21. janúar 2008 18:19:19
Úllala! Verð að fá að vita nánar um verkefnin sem bíða þín þegar þú kemur aftur!!!!!
Þetta lagði Rakel í belginn
23. janúar 2008 14:12:58
Gaman að sjá lífsmark á síðunni :)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
27. janúar 2008 17:27:09
Vá hún er orðin ekkert smá stór og fullorðin eitthvað litla skvísan þín. Mér finnst það bara hafa verið í gær sem við Lena komum að skoða hana alveg splunkunýja!! Sjáumst vonandi fljótlega.
Þetta lagði Theó í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum