16. febrúar 2008  #
Búðarkassamenningin í Frakklandi

Í hvert skipti sem ég stend kófsveitt við kassa í Bónus að reyna að koma vörunum mínum ofan í poka áður en vörur næsta viðskiptavinar blandast saman við þær, verður mér hugsað til stórmarkaðarferða minna í Frakklandi þegar ég var au-pair.

Ég sá mjög oft um að versla í matinn fyrir frönsku fjölskylduna mína og var með sérstakt kreditkort á vegum húsmóðurinnar. Ég verslaði alltaf í Carrefour, sem er stór og mikil verslunarkeðja.

Það var sko ekki stressinu fyrir að fara á kössunum þar. Þó ég bölvaði pínulitlu skjráfpokunum sem í boði voru yfirleitt í sand og ösku, þá var yndislegt að fá nægan tíma til að setja í poka og þurfa ekki að eiga á hættu illt augnaráð eða ónýtar vörur í hrúgu. Þar beið starfsfólkið á kassanum nefnilega með að afgreiða næsta mann þar til maður var búinn að setja í sína poka.

Ég viðurkenni nú alveg að raðirnar urðu stundum langdregnar og það var ekki alltaf gaman að bíða eftir að það kæmi að manni, en þegar röðin var komin að undirritaðri þá kunni ég sko vel að meta þessa hefð :)


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
17. febrúar 2008 16:44:22
Hef farið í Carrefour í Belgíu, þar var þetta sýstem líka í gang. Verður einmitt oft hugsað til þess í Bónusstressinu :S
Þetta lagði Marta í belginn
17. febrúar 2008 19:26:38
Mér finnst mun skárra að þurfa að drífa hluti ofan í poka en að bíða í röð. Held það sé það allra leiðinlegasta sem óþolinmóða ég geri;)
Þetta lagði Ingunn í belginn
17. febrúar 2008 20:04:14
Við Marta erum greinilega þessar slow týpur ;) viljum fá að dútla okkur við þetta ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
18. febrúar 2008 07:33:22
Elskan mín Sigurrós, kanntu ekki trikkið, þú borgar ekkert fyrr en þú ert að verða búin að raða í pokana ... skítt með pirringinn í gellunni fyrir aftan, þú kemur allavegana þínum vörum óskemmdum frá ;)
Mjög sniðugt!!
Þetta lagði Jóhanna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum