24. febrúar 2008  #
Nú hitnar í kolunum

Ég eignaðist stórkostlegan grip í gær. Jói keypti fyrir mig rafmagnshitateppi fyrir bak og háls. Ég sat í Lazyboy-stólnum í gærkvöld með apparatið fast við bakið og fylgdist með Eurovision. Tók teppið svo með í rúmið og hitaði bakið vel áður en ég sofnaði. Lagði mig með það í morgun og sat með það við tölvuna í kvöld.

Ég er ekki frá því að ég sé lítið eitt skárri í bakinu núna, en ég er búin að vera frekar slæm síðustu daga. En hvort sem árangurinn er mikill eða lítill þá er ég alsæl því það er óendanlega kósí að nota teppið.

Þið látið ykkur ekki bregða ef þið sjáið mig á vappi einhvers staðar með hitateppi á bakinu tengt við rafkút sem ég keyri á undan mér í barnakerrunni... ;) Því ég held ég ætli að láta græða þessa stórkostlegu nýju eign mína á mig!


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
25. febrúar 2008 12:29:32
Já þetta er sko mesta snilld í heimi!! Hitateppið mitt bjargaði mér á meðgöngunni :)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
25. febrúar 2008 14:59:38
Oh blessud gamla konan.
Þetta lagði Mamma í belginn
27. febrúar 2008 12:03:58
Já, sumir eru með augu ömmu sinnar, aðrir með nef föður síns og svo eru það þeir sem eru svo heppnir að fá nákvæma kópíu af baki mömmu sinnar... ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
27. febrúar 2008 12:48:33
Elva ætti að vita að sýnin er fullkomnuð! Letistóll og hitateppi! Ég held ekki lengur að við séum jafngamlar - þú hlýtur að vera eldri:)
Hlakka annars til að fá þig til okkar og þú mátt alveg hafa teppið með þér!
Þetta lagði rakel í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum