27. apríl 2008  #
Heklaðir æðahnútar

Mamma skrifaði í orðabelginn hjá mér í gærkvöld og spurði hvort ég væri alveg hætt að blogga. Mér fannst svolítið fyndið að hún væri einmitt að nefna þetta núna, því að fyrr um kvöld var ég að hugsa að nú þyrfti ég alveg endilega að fara að blogga! ;) Það hafði þó ekkert orðið af því, og kannski ágætt að fá smá áminningu til að það komi nú eitthvað "á blað".

Af mér er helst að frétta að ég byrjaði aftur að vinna á föstudaginn eftir 2 vikna veikindaleyfi en ég dreif mig loks í æðahnútaaðgerð til að losna við stóra skrímslið af hægri kálfanum. Aðgerðin gekk vel og þó fóturinn sé allsvakalega marinn (og verður líklegast í nokkurn tíma) þá hef ég það gott og er varla neitt aum lengur. Ég verð alla vega svaka skvísa í sumar, æðahnútalaus ...og vonandi marblettalaus líka, því satt best að segja þá var sjónlýtið af æðahnútnum næstum ekkert miðað við þessa svaðalegu marbletti. Ég fékk Jóa til að mynda marinn fótlegginn, en ég held ég sé ekkert að gera ykkur það að birta þá mynd hér - þið mynduð bara fá martraðir ;)

Þó ég væri í veikindaleyfi, fékk ég samt að mæta á heklnámskeiðið í Hlíðaskóla en textílkennarinn er með námskeið fyrir kennura og annað starfsfólk skólans í að læra að hekla. Ég lærði í fyrsta tímanum að hekla svokallaðan ömmuferning og sit nú á kvöldin fyrir framan sjónvarpið (eða með hljóðbók í eyra) að hamast við að hekla ömmuferninga. Planið er svo að skella þeim saman í lítið teppi handa Rögnu Björk.

Framundan eru síðan ýmsir hittingar og skemmtilegar samkomur svo að ég ætti nú að hafa frá einhverju að segja. Ef ekkert heyrist frá mér aftur á næstunni, ekki hika við að skrifa í orðabelginn og skamma mig pínu. Það náttúrulega gengur ekki að vera latur við bloggið, þetta aðaláhugamál þjóðarinnar! ;) 


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
29. apríl 2008 13:22:00
Við fáum nú allavega mynd af teppinu þegar það verður tilbúið!!
Þetta lagði Rakel í belginn
30. apríl 2008 13:26:58
Bæn
Ef ég má biðja fyrir þér þá myndi ég biðja á þá leið að þér ættuð leið til þeirra góðru manna og kvenna í Kærleikanum. Líttu í góðu tómi í kaffi til þeirra og athugaðu hvað þau hafa að bjóða. Gakk með Guði.
Þetta lagði Áki í belginn
30. apríl 2008 19:44:00
Ég þakka kærlega fyrir boðið í kærleikskaffið. Held samt að ég haldi mig við að ganga með Guði bara svona út af fyrir mig ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum