20. maí 2008  #
Til sölu

Til söluMér finnst ég hafa unnið í lottóinu um þessar mundir því ég er að endurheimta bæði mömmu og Guðbjörgu aftur í mitt bæjarfélag! :) Jú, mamma og Haukur fluttu í Kópavoginn í mars s.l. og Guðbjörg og familían flytja hingað í júní. Svo að það er eintóm gleði og tilhlökkun hér á bæ :)

En þar sem nýtt húsnæði með breyttri herbergjaskipan kallar oft á breytta uppröðun á heimilinu þá eru Guðbjörg og Magnús að selja hluta af búslóðinni. Magnús er með húsgagnaauglýsingarnar á heimasíðunni sinni og það er margt fallegt í boði hjá Selfossfjölskyldunni. Kíkið endilega á það sem þau eru að selja með því að smella á myndina hér til hliðar.

 

- x - x - x - 

 

Við Jói vorum reyndar líka með breytingar, en við vorum að kaupa okkur veggsamstæðu í stofuna. Gamli stofuskápurinn okkar er því til sölu núna og þó ég ætli nú ekki í samkeppni við húsgagnasölu Grundartjarnar ;) þá vil ég nú skella hér inn mynd af skápnum. Hægt er að hafa hann stóran eins og hér sést fyrir neðan, eða í þrennu lagi. Hægt er að kaupa hluta af skápnum ef einhver hefur takmarkað pláss. Einn hluti er á 5.000 kr., tveir saman á 8.000 kr. og allir þrír á 10.000. Sko, bara magnafsláttur eftir því sem keypt er meira af skápnum ;) Áhugasamir sem vilja koma og skoða skápinn geta sent mér póst. 

Skápur til sölu

 


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
22. maí 2008 14:35:45
Vá, innilega til hamingju með lottóvinninginn! Er sko alveg sammála, mér fyndist ég hafa unnið þann stóra ef ég fengi foreldra mína og yngri systur á höfuðborgarasvæðið. Á því eru hins vegar ekki miklar líkur þar sem það er svo gott að búa á Ísafirði (og reyndar sjálfsagt Selfossi líka..)
Þetta lagði Marta í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum