13. ágúst 2008  #
Sveitasælan

Við erum komin heim úr sveitinni þar sem við áttum mjög sæla og sólríka daga. Björk og Teddi dekruðu við okkur í mat og atlæti og Ragna Björk var alsæl með þetta allt saman. Við fórum á hverjum degi í pottinn og niður á leiksvæðið þar sem hægt var að renna sér, róla, hoppa á trampólíni og klifra. Einn daginn fórum við í dýragarðinn í Slakka þar sem Ragna Björk hljóp himinlifandi á eftir kanínum og hundum og fleiri skemmtilegum dýrum. Fullkominn endir á sumarfríinu :)

Ég gleymdi nú að minnast á það þegar ég bloggaði síðast að leiðin lá einnig á ættarmót um helgina. Það fór fram í Árnesi um kaffileytið á sunnudeginum og við fórum síðan beint þaðan í bústaðinn. Það er alltaf gaman að hitta ættingja, en því miður var húsnæðið ekki alveg nógu stórt fyrir þennan gríðarstóra hóp og svo þétt var setið að við náðum svo til ekkert að ganga um og heilsa upp á fólkið. Ég tók þó nokkuð af myndum úti við þar sem krakkarnir léku sér meðan beðið var eftir að herlegheitin byrjuðu. Mamma tók hins vegar meira af myndum inni svo að myndirnar okkar mæðgnanna samanlagt ættu að gefa ágætis mynd af viðburðinum.

Ég er að vinna í því að setja inn myndir frá sumarbústaðardvölinni. Það gengur svolítið hægt því tölvan er með einhvern mótþróa. Líklega er hún abbó yfir að hafa verið skilin eftir ein svona marga daga ;) Það þýðir því væntanlega lítið að skoða myndirnar fyrr en seint í kvöld eða á morgun, þrátt fyrir að tengillinn sé kominn upp.


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
13. ágúst 2008 21:49:46
Seinagangur
Ætli það sé eitthvert tölvuverkfall í gangi? Mín hefur líka verið rosalega slöpp í kvöld.
Ég hlakka til að skoða myndirnar.
Knús til ykkar allr,
Þetta lagði Amma Ragna í belginn
13. ágúst 2008 22:13:30
Velkomin heim! Var að kíkja á tenglana þína hér til hliðar og gá hvort að á einhverjum stað stæði
" Notkun skjávarpa í íslenskukennslu yngri barna". Það er geinilega bara ekki komið inn heldur;) Sjáumst á föstudaginn!
Þetta lagði Rakel í belginn
14. ágúst 2008 10:37:53
Velkomin heim og til hamingju með bóndann í dag 14. ágúst. Hlökkum til að hitta ykkur.
Ásakórsbúar
Þetta lagði Guðbjörg í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum