9. febrúar 2009  #
Nick Knatterton ályktar

Nick KnattertonMunið þið eftir teiknimyndaþáttunum um Nick Knatterton? Þeir voru oft á dagskrá seinni part kvölds fyrir ca 20 árum, gerðu yfirleitt ekki boð á undan sér ef ég man rétt en var skeytt inn í göt í dagskránni. Þættirnir gerðu grín að ofurmannlegum og kvensömum leynilöggum.

Ég veit ekki almennilega af hverju ég fór að hugsa um hann Nick Knatterton, en þegar honum skaut upp í hugann um daginn þá linnti ég ekki látunum fyrr en ég mundi hvað hann hét og fann hann á Youtube.

Í minningunni eru þetta alveg snilldarþættir - og mér sýnist að þeir séu það líka núna. Hins vegar þyrfti ég aðeins að rifja upp þýskuna ef ég ætlaði mér að horfa á þá á youtube, þeir voru nefnilega talsettir á íslensku hérna í gamla daga ;)


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
10. febrúar 2009 21:13:14
Ójá!
Ég man sko vel eftir Nick Knatterton. Ég leigði eina spólu á James Bönd í Skipholtinu sem er til í barna-safninu þar fyrir nokkrum árum. Og ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum :D
Þetta lagði Stefa í belginn
10. febrúar 2009 21:15:45
Í barnasafninu já... ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
10. febrúar 2009 22:36:46
hehehehe...
...já ég leyfði Sveinbirni að velja eina mynd og svo valdi ég aðra ;o) ...þetta var áður en ég átti Markús.

Barna-safnið ...ætli þeir hafi mörg börn til útleigu þarna?
Þetta lagði Stefa í belginn
12. febrúar 2009 22:24:49
Ég man ekkert eftir nafninu en óljóst eftir myndinni.....hef sennilega verið að fylgjast með einhverju(m) öðru(m) þarna fyrir 20 árum!
Þetta lagði Rakel í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum