25. nóvember 2002  #
Regnbogadagur

Stefán Karl heimsótti yngri barna sviðið í Kennó í dag og spjallaði við okkur um einelti, uppeldi og skóla. Hann var með okkur frá kl. eitt til þrjú án pásu og við hefðum vel getað setið enn lengur og hlustað á hann. En hinn umsetni leikari átti eftir að fara og halda fyrirlestur hjá Hagkaup, keyra á Laugavatn og halda fyrirlestur þar svo við gáfum honum náðarsamlegast leyfi til að fara. Mér finnst aðdáunarvert hvað maðurinn hefur gefið sig allan í þetta verkefni og á hann hrós skilið fyrir að vekja athygli á svo mikilvægri en vanræktri umræðu.

Að ákaflega löngum skóladegi loknum kom ég heim og spjallaði við Jóa meðan hann eldaði handa okkur kvöldmat. Síðan horfði ég á Survivor og CSI - í staðinn fyrir að byrja að lesa fyrir aðferðafræðiprófið eða gera eitthvað annað gáfulegt...skamm skamm, Sigurrós!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum