24. nóvember 2002  #
Aðferðafræðileg bókhaldsvinna milli vina

Var voða dugleg í dag og réðst á "bókhaldsskúffurnar" okkar, það var kominn tími til að reikningar og aðrir merkilegir seðlar fengju nýtt heimilisfang í bókhaldsmöppum. Jói tók svo þátt í pappírsflutningunum þegar hann kom heim úr vinnunni.
Verðlaunin fyrir dugnaðinn voru 6 þættir af Friends, nánar tiltekið þættir 3-8 í nýju seríunni. Snoppufríðu vitleysingarnir í New York alltaf góðir.
Ég fékk svo hálfgert samviskubit þegar ég kom að tölvunni aftur og spjallaði við Helgu Sigrúnu á MSN en hún er á þessari stundu að krepa yfir aðferðafræðiverkefni ásamt þremur öðrum þjáningarsystrum úr Kennó. Mér leið eiginlega illa yfir að vera að slæpast meðan aðrir eru á fullu í ógeðfelldum verkefnum. Ég bíð þeirrar stundar í ofvæni þegar við verðum búin að losa okkur við aðferðafræðiprófið 6. desember, vonandi með nógu háa einkunn til að ná...


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum