23. nóvember 2002  #
Lúxus Potter

Í kvöld rann upp stundin sem ég hef beðið eftir síðan 1. desember 2001, mynd númer tvö um Harry Potter. Jói keypti miða fyrir okkur í lúxussal Sambíóanna í Álfabakka þegar forsala á myndina hófst í byrjun nóvember og hafa miðarnir legið síðan við hliðina á vegabréfunum okkar, ég taldi það svona öruggasta staðinn svo þeir týndust ekki.
Það er skemmst frá því að segja að við urðum síður en svo fyrir vonbrigðum með myndina, hún var mjög góð. Það eina sem truflaði mig var að ég hefði helst viljað hafa myndina 4 tíma langa til að koma öllum smáatriðum bókarinnar að. Ég gerði nefnilega þau mistök að endurlesa bókina nú í byrjun októbermánaðar. Þar af leiðandi mundi ég alltof vel eftir henni og stóð mig því oft að því að vera að bíða eftir atburðum sem svo aldrei komu. Passa mig á því næst að gera þetta ekki aftur - Endurles frekar þriðju bókina bara núna! :)
Ekki skemmdi það fyrir myndinni að sjá hana í Lúxussal, frábært að geta hallað sér aftur í Lazyboy og borðað yfir sig af poppkorni og gosi. Því miður held ég að það verði erfitt að fara aftur í venjulegt bíó eftir þessa reynslu...


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum