23. desember 2002  #
Þorláksmessa

Smakkaði skötu í fyrsta skipti á ævinni í kvöld. Ég hef aldrei lagt í það áður en ákvað núna að það væri kominn tími til að prófa. Og hún var bara alveg ágæt...ja alla vega mun betri en lyktin af henni! Amma mín á afmæli á Þorláksmessu og þá er alltaf haldið skötuboð henni til heiðurs. Síðustu tvö ár hefur Loftur boðið heim til sín en nú í ár var ég sú eina af okkar helmingi fjölskyldunnar sem gat mætt því Jói var í vinnunni og Selfyssingarnir gátu ekki verið svo seint á ferð með börnin. En sem sagt, alltaf notalegt að hitta fjölskylduna :)

Eftir skötuboðið hjá Lofti sótti ég Jóa í vinnuna og við steiktum okkur hamborgara áður en halda átti af stað á Selfoss. En hvað haldið þið að gerist þegar við erum að ganga frá diskunum...tennurnar fara að hrynja úr honum Jóa mínum! Reyndar bara lítið brot úr tönn og ein fylling en nóg til að okkur þótti réttara að senda hann á neyðarvakt tannlækna. Þar kippti tannlæknirinn úr honum 1 stk. endajaxli rétt si svona og tók hluta af kjálkabeininu með. Skemmtilegt að lenda í svona daginn fyrir aðfangadag, ekki satt?

Að þessum hremmingum loknum var svo ekið af stað á nýja bílnum og renndum við í hlað á Hótel Mömmu um kl. 22:00


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum