22. desember 2002  #
Smákökur og kakó

Jólahreingerningunni er hér með lokið, forsetinn má koma í heimsókn ef hann hefur áhuga!

Bauð MR-kjaftaklúbbnum í smákökur og kakó í kvöld. Allir komust nema Jóhanna en hún var að vinna í Hagkaup í kvöld eins og öll önnur kvöld og alla daga fram að jólum, þvílíkur dugnaður í henni! En sem sagt...smákökurnar virtust renna ljúflega niður með kakóinu og held ég að öllum hafi þótt gaman að hittast svona rétt fyrir jól, skiptast á jólakortum og óska gleðilegra jóla.

Rétt eftir að MR-liðið var farið hringdi Daði bróðir Jóa og var hann ásamt vini sínum á rúntinum í hverfinu. Svo við buðum þeim líka inn í smákökur og voru þeir nokkuð kátir með það. Ég held reyndar að Daði hafi bara komið til að heilsa upp á gamla bílinn sinn sem á sér nú samastað á bílastæðinu okkar.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum