15. febrúar 2002  #
Slöpp mynd
Við Jói fórum út í Laugarásvidego og leigðum okkur Swordfish á DVD. Mikið rosalega var þetta nú leiðinleg mynd enda gáfumst við upp í miðri mynd og stilltum á lokaatriðin svona til að vita hvernig ósköpin enduðu. Þarna fóru 450 kr. gjörsamlega í súginn :(

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Árshátíð KHÍ á Broadway

Árshátíðin í gær var alveg prýðileg skemmtun. Maturinn á Broadway kom mér virkilega á óvart en aldrei þessu vant var hann góður og staðnum til sóma. Við gömlu D-bekkingarnir fengum að sitja saman og af vorkunnsemi leyfðum nokkrum E-bekkingum að sitja hjá okkur því þau eru svo fá. Nei, nei, ég er nú bara að grínast, það var voða gaman að hafa þau með okkur.
Skemmtiatriði 3. árs nema allra brauta var líklega hápunktur kvöldsins að mínu mati. Að þessu sinni slógu allar brautir saman í stórkostlega, sameiginlega skemmtisýningu og var mín kæra vinkona Stefa þar í skemmtilegu hlutverki.
Helga Braga veislustjóri olli mér nokkrum vonbrigðum en mér fannst hún bara einfaldlega ekki vera í stuði. Ég get alveg veinað af hlátri yfir henni þegar hún er í essinu sínu en í gær gat ég aðeins brosað að henni stöku sinnum.
Eftir mat og skemmtiatriði tókum við til við að dansa og dilluðum okkur við tónlist Stuðmanna þar til kl. 2 en þá var alveg kominn tími á að taka leigubíl heim. Okkar kæru kennarar voru í svaka stuði og voru Baldur Sigurðs og Rannveig næstum búin að dansa yfir okkur með tilþrifum :)
Nemendafélagið er búið að setja nokkrar myndir af árshátíðinni inn á vefinn sinn og er svo von á fleirum einhvern tímann á næstu vikum...held ég. :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum