5. mars 2002  #
Aftur til fortíðar...
Kíkti í heimsókn til Tótu í dag og var að sjálfsögðu boðið upp á kaffi, kökur og kleinur. Það var eins og að fara nokkur ár aftur í tímann, mér fannst ég vera komin heim í eldhús til ömmu, reyndar er ég nokkuð viss um að amma hafi nú verið þarna líka...en það er önnur saga :)
Þegar mamma flytur á Selfoss í sumar þá verður Tóta eiginlega ein eftir af gamla "liðinu" hérna í "götunni", Erla Kristín og Birgir eru reyndar enn á sínum stað, en enginn sem hefur búið jafnlengi hérna og Tóta sem flutti hingað 1945. Mér finnst alveg merkilegt hvað hún hefur gott "nafnaminni" þrátt fyrir háan aldur - hún getur líklega rakið ættir allra Íslendinga lengst aftur í fornaldir, hún þekkir alla, man hvað allir heita og hvað allir ættingjar þeirra heita (og hvaðan þeir eru). Vonandi verður mitt minni svona gott þegar (og ef) ég verð rúmlega 86 ára. :)

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum