1. janúar 2003  #
Nýtt ár í náttfötum

Áramótakvöldið var mjög ánægjulegt hjá okkur. Tengdamamma bauð upp á góðar veitingar, Ríkissjónvarpið bauð upp á frábært áramótaskaup og íbúar höfuðborgarsvæðisins buðu upp á marglita flugeldasýningu. Allir því svaka sáttir og voða gaman :)
Fljótlega eftir miðnættið kvöddum við familíuna og héldum úr einum vogi yfir í annan, Grafarvogurinn var yfirgefinn fyrir Kópavoginn þar sem Örn og Regína voru með áramótapartý í nýju íbúðinni sinni. Þar var margt um manninn og gleði mikil.
Sem sagt gleðileg áramót og ágætis byrjun á nýju ári. Ég ætla að leyfa áramótaheitunum frá því í fyrra að standa þar sem ég er ekki búin að uppfylla þau enn... ;)

Í dag naut ég þess svo að striplast á náttfötunum frá Theó og Lenu allan daginn og lesa. Þannig eiga svona "eftir-hátíðardagar" að vera, eintóm leti og aumingjaskapur :)

 


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum