31. desember 2002  #
Gamlársdagur á neyðarvöktum

Upplifði algjöra nýjung í dag. Ég ók yfir á Slysavarðstofuna á Landspítalanum í Fossvogi en fór ekki inn af því það var ekkert að mér! Ég var sem sagt að skutla einhverjum öðrum þangað. Eins og ég segi, algjör nýjung fyrir mig því þó ég þekki staðinn eins og hægra lærið á sjálfri mér vegna óteljandi heimsókna minna þangað, þá hef ég aldrei áður verið í því hlutverki að skutla einhverjum yfir á Slysó. Sá óheppni var Daði, næstyngsti bróðir Jóa, en hann meiddi sig á hné í gærkvöld og vildi láta kíkja á það þar sem umrætt hné var orðið fjórfalt.

Varðandi jaxlinn sem ég minntist á í gær, þá ákvað ég að hann væri ekki að trufla mig það mikið svo ég ákvað að bíða með að láta kíkja á hann þar til eftir áramót og fara þá bara til míns eigins tannlæknis. En jaxlinn var á öðru máli og rétt eftir kl. 16 brotnaði lítill tannbútur úr honum svo nú þýddi ekki annað en að bruna yfir í Hlíðarsmára þar sem tannlæknavakt dagsins er til húsa og láta kíkja á tannkvikindið og vona að nægur tími yrði eftir fyrir áramótabaðið. Tannlæknirinn leit á vandræðagemlinginn, þ.e.a.s. tönnina ekki mig ;) og benti mér á að hann gæti aðeins gert bráðabirgðafix á þessu og það myndi kosta mig 8000 - 9000 krónur. Ef ég gæti þraukað fram yfir áramót og færi beint til míns tannlæknis 2. janúar þá kæmi það sér líklega best fyrir mig. Hann gerði því ekki annað en að slípa tönnina lítillega svo ég skæri ekki af mér tunguna og losaði mig við 2030 krónur. Lucky Me!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum