19. janúar 2003  #
Tölvuheimur Betrabóls

Með Spiderman, sem við horfðum á í gær, fylgdi meðmynd. Við komumst að þessu þegar við fórum að afgreiðsluborðinu til að borga. Svo ég skimaði um í fljótheitum og greip The Little Vampire, mynd sem ég ætlaði alltaf sjá, svona sem gamall aðdáandi bókanna. Nú verð ég að viðurkenna að ég hef ekki lesið bækurnar um Litlu Vampíruna í mörg herrans ár og man kannski ekki nóg úr þeim en er þó handviss um að myndin sem ég horfði á í morgun líktist þeim ekki mikið. Ekki man ég eftir að strákurinn og vampíran hafi kynnst eftir að strákurinn flutti með fjölskyldunni sinni til Skotlands og ég man svo sannarlega ekkert eftir þessari leit vampíranna að gimsteini til að breyta sér aftur í venjulegar manneskjur. Eins og ég segi, kannski er ég bara búin að gleyma svona miklu úr bókunum og kannski átti þessi bíómynd aldrei að byggja á bókunum meira en að nafninu til. Mér tókst samt að láta þennan mun þarna á milli skemma fyrir mér myndina, rétt eins og þegar ég sá The Grinch full tilhlökkunar og varð fyrir gífurlegum vonbrigðum yfir því rugli sem Hollywood hafði tekist að troða inn í svo frábæra sögu. En sem sagt, Litla Vampíran er eflaust ágæt mynd fyrir krakka (og kannski aðra) en hún höfðaði ekki til mín og ég endaði á því að horfa á hana með því að hraðspóla.

Elín Halla kíkti í heimsókn til okkar í kvöld og við elduðum saman piparsteik úr Nóatúni með bökunarkartöflum og rauðvínssósu. Jói uppfærði fartölvuna hennar svo hún geti nú sett upp eigin heimasíðu. Hún er svo á leiðinni til Frakklands í skóla eftir tvær vikur...nema hún skipti um skoðun og skelli sér í heimsreisu eða gerist sjálfboðaliðið í Afríku. ;)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum