2. október 2003  #
Táknmál og innkaupakerrur

Við spiluðum veiðimann á táknmálsnámskeiðinu í dag. Spilaspjöldin voru með fatamyndum svo við gátum fest betur í minni táknin fyrir klæðnað og liti. Skemmtum okkur konunglega.
Það er heilmikið álag fyrir hinn dæmigerða kvenmann að fara á táknmálsnámskeið, það þarf nefnilega að steinþegja í einn og hálfan tíma í senn! ;)

Eftir vinnu fórum við Jói inn í Kringlu til að versla í matinn í Bónus. En Bónus missti af viðskiptum okkur út af heimskulegu innkaupakerrunum sínum, við vorum nefnilega ekki með 100kall á okkur svo við fórum bara annað og versluðum. Skil ekki af hverju þeir hætta ekki bara þessu klinkrugli með innkaupakerrurnar, það nenna hvort eð er fæstir að drösla kerrunum aftur yfir í Bónus eftir að bíllinn er hlaðinn af matvörupokunum og ekki eru þeir með neinar móttökustöðvar fyrir kerrurnar á bílaplaninu. Það er næstum hundraðkallsins virði að skilja kerruna eftir á planinu og bruna burt... næstum því ;) Sumir hafa reyndar mikið fyrir því að fara með kerrurnar sínar af planinu...en reyndar ekki yfir í Bónus. Það lá alla vega ein Bónuskerra á gatnamótum Flókagötu og Lönguhlíðar nú í lok síðustu viku. Mér þætti gaman að vita hver hafði fyrir því að koma henni þangað...!


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
2. október 2003 22:44:23
Það er hægt að skila kerrum á neðri hæð bílastæðisins sem er austan megin við Kringluna, stutt frá innganginum sem er við Hard Rock. Það er líka hægt að nota fimmtíukalla í kerrurnar.
Þetta lagði Óli Gneisti í belginn
5. október 2003 12:25:08
Nöldurbrot dregið tilbaka
Ég dreg hér með hluta af nöldrinu mínu tilbaka. Ég vissi ekki að það væru rekkar fyrir kerruna á neðri hæð austur-bílastæðisins og reyni þá bara að leggja þar næst (þ.e.a.s. þegar ég verð búin að fatta hvar "austur-hlutinn" er, ég er afar áttavillt hehehehe ;)
Hins vegar hjálpar það mér lítið þó hægt sé að nota fimmtíukalla í kerrurnar, ég er yfirleitt jafnuppiskroppa af þeim eins og af hundraðköllunum. Kannski þeir geti breytt þessu þannig að maður geti stungið debetkortinu sínu í kerrurnar í staðinn...þó það gæti reyndar valdið vandamálum við kassann þegar maður ætlar að borga... :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum