25. nóvember 2003  #
Fyrirboði um hvít jól...?
Krakkarnir mínir voru að deyja úr spenningi í dag að komast út í snjóinn að leika sér og voru farin að spyrja hvenær frímínúturnar kæmu um leið og þau komu inn úr dyrunum. Kennarinn þeirra var næstum jafnspenntur ;) Ég er að spá í að dúða mig upp og fara með þeim út í snjóinn á morgun ef jólasnjórinn heldur sér þá svo lengi. Það væri svo sem eftir því að það verði svo bara slabb og rigning á morgun...

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


Frændum fjölgar og frændur stækka

Fæddur er lítill frændi, Arnar og Ásta eignuðust dreng síðastliðið sunnudagskvöld. Já, nú eykst pressan! Eins og Unnsteinn bendir á erum við Jói líklega næst. Enda hálfgerður skandall að Arnar sé kominn með foreldratitil og þó er ég nú árinu eldri.... ;)
Og talandi um þessa "litlu" frændur... ég er hrædd um að ég þurfi að átta mig á því að aldurinn er að færast yfir mig. Unnsteinn litli sem ég hélt að yrði alltaf átta ára er allt í einu orðinn fjallmyndarlegur ungur maður sem farinn er að gnæfa yfir mig! Já, tíminn líður svo hratt.


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
26. nóvember 2003 14:42:02
Til hamingju með nýja frændann!
Lumar þú nokkuð á netfanginu hjá Lofti og Dröfn svo ég geti sent þeim hamingjuóskir með afa og ömmutitilinn? ;-) Ég er annars ekki ein af þeim sem ýti á fólk með að stofna til fjölskylu, þetta er einkamál hvers og eins og einungis þeirra mál sem til fjölskyldunnar ætla að stofna. Allt hefur sinn tíma og mér finnst einmitt frábært hjá ykkur að láta reyna á sambandið, ljúka námi og aðeins byrja að stunda fagið... (Ath. ég er hvorki að nöldra né að skammast, bara að segja það sem mér finnst og það er ekki endilega það sem öðrum finnst ;-)...)
Þetta lagði Anna S. Hjaltadóttir í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum