4. febrúar 2003  #
Íbúarnir í Catan

Köfuðum dýpra í snjóinn í dag en Jón Reykdal lét okkur klippa út snjókorn svo hundruðum skipti, þ.e.a.s. samanlagt urðu snjókornin okkar milli 100 og 200. Hengdum þau öll upp í myndmenntastofunni svo að nú snjóar þar öllum stundum :)

Generalprufa fyrir leikþáttinn í skapandi skólastarf fór fram að snjókomunni lokinni og vonandi erum við tilbúnar að slá í gegn á morgun...ehemm...

Komst að því mér til mikillar ánægju í kvöld að maðurinn minn hafði tíma til að spila við mig Catan, spilið fína sem ég fékk eiginlega í jólagjöf. Það var alveg jafnskemmtilegt og þegar ég spilaði það með frönsku fjölskyldunni minni úti í Frakklandi. Reyndar vorum við fleiri þar og spilið er fyrir þrjá til fjóra og virkar pottþétt betur þannig en þetta var samt gaman. Langt síðan við Jói höfum sest saman niður og spilað. Maður verður að líta á björtu hliðarnar, er það ekki? :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum