8. mars 2003  #
Stefnumót við sjónvarpið eftir nokkuð afkastamikinn dag

Jæja, held ég geti bara verið stolt af sjálfri mér. Er búin að sitja við tölvuna mestallan daginn og vinna í lokaritgerðinni. Og eldaði kjúkling og vaskaði upp :)
    Fyrir dugnaðinn og myndarskapinn ætla ég að verðlauna mig með því að glápa ásamt sjálfri mér á video það sem eftir er kvöldsins. Var samferða Jóa niður á videoleigu (hann verður að vinna í sínu lokaverkefni í allt kvöld), tók mér tvær nostalgíumyndir,Three Men and a Little Lady og Martha, meet Frank, Daniel and Laurence, og keypti mér danskan fílalakkrís. Í ísskápnum bíða síðan nokkrar gulrætur og ein græn paprika ásamt Voga-ídýfu og ef þetta er ekki nóg, þá á ég líka fullt af poppi. Mmmmm :)
    Hmmm....sé þegar ég tengi á Mörthu & co á IMDB að þar er einhver stórfurðulegu kápumynd og myndin er kölluð "The Very Thought of You". Sem sagt bandarísk útgáfa, þ.e.a.s. af kápunni og nafninu (ekki myndinni sjálfri held ég). Af hverju þurfa Kanarnir alltaf að gera þetta? Er þeim algjörlega frámunað að dreifa mynd í Bandaríkjunum án þess að breyta titlinum og lookinu? Eru þeir hræddir um að smá frumlegheit frá Evrópu verði þeim að aldurtila??? Ókei, ég skil það kannski...endurtek kannski...að þeir vilji gera sínar útgáfur af myndum sem ekki eru með ensku tali (virðast ekki færir um að lesa texta með myndum) en það þarf varla að gera nýjar útgáfur af myndum sem eru með ensku tali! Oh well.....
    En sem sagt...nóg um það! Ég ætla að fara og planta mér fyrir framan sjónvarpið. Sjáumst síðar :)

00:00:00
Þetta var ósköp ljúft :) Tvær ekta feel-good-myndir - einmitt það sem ég þurfti :)
Nú held ég bara að það sé kominn tími á að koma sér í bólið til að vera hress og dugleg á morgun - ég vona bara að nágrannar okkar af Háteigsveginum hafi fengið hálsbólgu af söngæfingunni sem þeir héldu á svölunum sínum síðustu nótt, því satt að segja nenni ég ekki að hlusta á þá aftur núna í nótt, þeir sungu ekki það vel.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum