17. apríl 2003  #
Ferming nr. 2 og Harry Potter nr. 3

Skreiddist fram úr rúminu rúmlega hálfellefu í morgun. Ágætt að vera stundum svolítið latur ;)  Þegar ég loksins nennti að klæða mig réðst ég á fataskápinn og raðaði svo fínt inn í hann að hann lítur nú út fyrir að vera tómur. Síðan byrjaði þvottadagsfjörið og ég þvoði nokkrar vélar í dag.

Kl. fjögur fórum við Jói í fermingarveislu hjá frænku Jóa. Alltaf gaman að koma í góða veislu, hitta gott fólk og fá góðar veitingar :) Það skemmdi ekki fyrir að við Jói unnum bæði happdrættisvinning, hann klippingu og ég lítið páskaegg.

Í kvöld langaði mig skyndilega að horfa á Harry Potter og viskusteininn og stakk DVD-diskinum mínum í tækið. En ekkert gerðist. Eftir að hafa prófað fleiri diska komumst við Jói að því að fínu DVD/video-græjurnar okkar eru bilaðar líkt og fleiri tæki hér á heimilinu. Alltaf svo gaman að fara með biluð tæki í viðgerð og borga stórfé fyrir! :( En þar sem ég var nú komin í stuð fyrir Harry Potter og búin að hafa fyrir því að poppa í potti og búa til sódavatn með SodaStream-tækinu (sem hefur ekki enn tekið upp á þeim leiða ósið að bila) þá kom ég mér bara þægilega fyrir með Harry Potter bók nr. 3.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum