27. apríl 2003  #
Stórfín helgi :)

Jæja, ég hef ekkert bloggað um helgina þar sem ég skellti mér í sveitasæluna á Selfossi og var svo upptekin við að gera skemmtilega hluti að ég nennti ekki að blogga.

Í gær fórum við Guðbjörg í leiðangur um bæinn. Fórum í Húsasmiðjuna/Blómaval og skoðuðum þar DVD- og myndbandamarkað. Skoðuðum síðan föt í Lindinni en sem betur fer fyrir veskin okkar þá fundum við engin nógu góð föt þar. Svo fórum við í Kaupfélagið (sem þykist nú heita Nóatún en er samt alltaf Kaupfélagið í mínum huga) og keyptum skyr og lesefni en að því loknu fórum við heim til mömmu og fengum heitar vöfflur.

Eftir það héldum við aftur út og Guðbjörg keyrði með mig í gegnum eitt af nýrri hverfunum á Selfossi þar sem við skoðuðum afar áhugaverð hús sem verið er að byggja. Við fengum síðan þá hugmynd að líta í heimsókn til Dóru Hönnu og gerðum það. Reyndar bankaði ég upp á í nokkrum vitlausum húsum áður en ég hringdi og fékk upp rétt húsnúmer ;) en það jók bara á skemmtunina. Dóra Hanna tók vel á móti okkur og sýndi okkur fallega heimilið sitt. Gaman að kíkja svona í heimsókn - þetta gerir maður sko ekki hérna í borginni :(

Að lokinni ljúffengri grillveislu hjá mömmu náðum við í Harry Potter og leyniklefann sem við horfðum á þar til við Guðbjörg skelltum okkur ásamt Dóru Hönnu og Önnu Lind í Pakkhúsið. Þar kjöftuðum við og dönsuðum til kl. þrjú um nóttina. Hildirhans og Kári (sem við höfum ekki hugmynd um hverjir eru...) áttu að spila fyrir dansi en Guðbjörgu heyrðist hljómsveitin sem mætti vera kynnt sem Bjórbandið svo við fengum víst aldrei að berja Hildihans og Kára augum...

Í dag skutluðu mamma og Haukur mér heim en þau voru að skella sér í bíó. Ég hitti manninn minn því í nokkrar mínútur áður en hann fór aftur í lokaverkefnisvinnuna eftir örstuttan blund (hann var að vinna í alla nótt). Kannski ég sjái hann aftur í fyrramálið. Mikið óskaplega verður gaman í sumar þegar hvorugt okkar þarf að vera að vinna á kvöldin! :)

Ég sótti ritgerðina mína til tengdamömmu sem var svo elskuleg að lesa hana yfir. Eftir að hafa unnið að ritgerð í margar vikur er maður orðinn svo samdauna að maður sér prentvillurnar ekki sjálfur svo það er ómetanlegt að fá svona aðstoð við yfirlesturinn. Þúsund þakkir, Björk mín :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum