28. apríl 2003  #
Pappírsáhyggjur

Jói skilur ekki alveg hvað ég vandræðast mikið með pappírinn í lokaritgerðina mína ;) Af hverju ég prenti þetta ekki bara á hvítan pappír í réttri þykkt?!? En nei...eins og sönnum kvenkyns kennaranema sæmir finn ég mig knúna til að prenta herlegheitin á einhvern spes pappír í fallegum lit, helst með einhverju fíngerðu og fallegu mynstri. Ég keypti 80gr pappír með wheatear yellow lit en eftir að hafa prentað út prufueintak á hann þá finnst mér hann ekki nógu þykkur. Á ég að hætta að hafa áhyggjur af honum (þar sem þetta er nú stöðluð pappírsþykkt eins og venjulegur prentunarpappír) eða á ég að stinga pakkanum ofan í skúffu og kaupa nýjan og þykkari pappír? Kannski ég fari í Griffil og gái hvort sandblásni dýri pappírinn sé kominn aftur... Æææ af hverju þarf þetta að vera svona flókið?!

Ég fór með DVD/videotækið okkar í viðgerð í Tölvudreifingu í morgun. Hefði gjarnan viljað senda afgreiðsluguttann á námskeið til að læra að brosa og sýna þjónustulund... ;) Vonandi verða þeir nú fljótir að gera við þetta fyrir okkur svo við getum farið að horfa á DVD-myndir aftur.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum